Leita í fréttum mbl.is

Yfirlit yfir síðasta mánuð.

Það er sumar og ég er búinn að hafa það fínt. Í lok júní fór ég eins og ég hafði minnst á til Noregs á Sumarsnú. Það var ótrúlega uppbyggjandi ferð, og gaman að sjá hvað Changemaker-samtökin úti eru rosalega öflug. Stemningin var skemmtileg allan tímann, með heilmikilli dagskrá á hverjum degi. Allt var síðan toppað með herferð fyrir utan Norska stjórnarráðið sem fjallaði um “Hjernetyveri” – heilaþjófnað. Það var semsagt verið að mótmæla því hvernig straumur heilbrigðisstarfsfólks gengur í öfuga átt en þá sem hún ætti að gera. Við í ríku löndunum lokkum það hingað sem skilur lönd eins og Malaví eftir með um 1 lækni á hverja 50.000 manns. Við Lilja komum því þreytt en mjög ánægð heim úr ferðinni, þrátt fyrir nokkur klúður. Týnda kortið hennar, týndi ipodinn minn, Asnalegi strætóinn sem við misstum af, og ferðataskan mín sem ruggaði alltaf, og ég þurfti að teypa saman fyrir heimkomuna. En kommon, við vorum í útlöndum. Maður verður að fá að vera túristi. Eftir heimkomuna var ég fullur af eldmóði, nú byrjum við sko á þessu á fullu hér á Íslandi! Svo gerðist ekkert. Þá mundi ég að Andri og Lilja höfðu líka talað svona síðast þegar þau komu frá heim Snúi. Þá gerðist ekkert heldur. Við höfum ekki haft fund síðan við komum heim.

Síðan ég kom heim er lífið svo bara búið að vera afslappað. Á virkum dögum mæti ég í yndislegu vinnunna mína á Róló, sem er samt soldið erfitt að vakna fyrir. Svo er Sesar risinn uppfrá dauðum, búið að kaupa staðinn, hækka verðin, þrífa allt hátt og lágt. Pizzurnar eru líka orðnar almennilegar aftur. Þar hef ég verið eina og eina kvöldvakt, og lét svo plata mig til að vinna heila helgi um daginn. Annars hefur lífið utan vinnu verið rólegt, stuttir veiðitúrar, og lengri ferðir út á land. Og svo auðvitað bara letihangs heima. Fór á Akranes og náði góðum árangri í sandkastalakeppni þar, skrapp í bústað við Laugarvatn með nokkrum kunningjum. Rólegheit. Svo er ég núna að lesa fyrstu bókina sem ég hef lesið í alltof langa stund, Harry Potter and the Deathly Hallows. Svo bara sumarið að verða búið áður en maður veit af, og skólinn að byrja eftir alltof fáar vikur. Nú þarf ég virkilega að fara ákveða hvort ég ætla að klára stúdentinn á 3 árum, s.s. næsta vor, eða fjórum.



Ég er að fara til Noregs - Furðuleg verðlagning flugmiða

Nú er það klappað og klárt að ég er að fara á Sumar-snú Changemaker samtakana í næstu viku. Það er einskonar landsmót samtakanna, sem er haldið þrisvar á ári, og munum við Lilja vera fulltrúar hins íslenska arms samtakanna nú á sumarmótinu. Mér finnst það alveg magnað, mig er byrjað að hlakka ansi mikið til. Ég mun örugglega tala eitthvað meira um þessa ferð við tækifæri...

Það er ansi mikil skipulagning á bakvið svona ferð, og þó að við séum að fara inn í alveg tilbúna dagskrá þar sem okkur er reddað gistingu mat og bara öllu, þá er samt alveg nóg sem við þurfum að útrétta. Gistingu nóttina fyrir og eftir, hvernig komum við okkur hingað og þangað og út og suður og svo framvegis. Ég var t.d. orðinn ansi pirraður þegar við vorum að kaupa flugmiðana út. Eftir nokkuð puð þá vorum við búin að finna flug sem hentaði okkur ágætlega, og kostaði 29.000 kr. fram og til baka. Við ákveðum að taka það, og byrjum að dunda okkur við að fylla út allar persónuupplýsingarnar, og velja okkur sæti og svona. Við vorum s.s. á sitthvorum staðnum og svo í sambandi í gegnum MSN – samskiptaforritið. Allt gekk vel hjá Lilju, og hún var tilbúin að ýta á staðfesta takkann. Ég var einhverjum 2 mínútum á eftir henni að þessu, en allt í einu fer allt í rugl, og það stendur að upp hafi komið villa og ég þurfi að byrja aftur. Frekar fúll fer ég aftur á byrjunarreit, og viti menn: nú kostar flugið 59.000 kr! Það hafði semsagt tvöfaldast (ekki hækkað um helming) í verði á örfáum mínútum! Sem betur fer var Lilja ekki búin að staðfesta sitt flug þannig að við gátum farið alveg til baka og fundið annað flug, sem reyndar hentaði okkur ekki eins vel, á 26.000 kr. Nú nokkrum dögum seinna, fór ég inná vef Icelandair og athugaði með flugið sem við höfðum upphaflega ætlað að taka. Nú kostar miðinn 32.000 kr. Ég er hálfhneykslaður yfir þessu, hvernig verðleggja menn eiginlega flugin hjá Icelandair? Eru þetta bara geðþóttaákvarðanir, “hey tvöföldum verðið allt í einu núna, og lækkum svo um helming aftur á morgun, hehe!”?

Endalok tímabils?

Á föstudagskvöldið vann ég síðustu vaktina mína á Little Caesars. Held ég. En ég hef nú haldið það ansi oft áður. Ég er nokkuð viss um að núna sé verið að loka staðnum fyrir fullt og allt, ári eftir að öllu starfsfólkinu var sagt upp. Ég hef átt mjög...

Vinna og ýmis menningaratburðir

Síðastliðna viku hef ég verið á Róló að taka til, gera fínt, að hreinsa kattaskítinn úr sandkassanum og svo dreifa auglýsingum. Það er góð stemning í hópnum þar, allir þeir sömu og voru síðasta sumar, og svo nokkrir nýir. Á föstudaginn opnaði svo, og það...

Moka

Í gær mætti ég í fyrsta skipti í sumarvinnuna mína. Ég verð á Róló í sumar, en þar sem ekki er búið að opna þar, vorum við að moka skólagarða. Allan daginn. Við gerðum ekkert annað en að moka stíga, allan vinnutímann. Þegar við hættum var ég...

Kynleg kynjaskipting.

Margir benda á að munur flokkana sé ekki svo mikill, og samstarf ætti að vera auðvelt. Það er örugglega alveg rétt, en á móti bendi ég á það að munurinn á öllum hinum flokkunum er heldur ekkert mikill. Hið íslenska pólitíska litróf er ekki það breitt og...

Konur geta ekki bakkað!

Í kvöld fór ég á námskeið fyrir unga ökumenn í Forvarnarhúsinu sem Sjóvá og Umferðarstofa stóðu fyrir. Þar kom margt fræðandi fram, við fengum meðal annars að prófa veltibílinn fræga og upplifa hvernig væri að lenda í árekstri á lítilli ferð. Ég vil...

Sumarfrí

Á þessum tveim vikum síðan ég skrifaði síðast hefur ýmislegt gerst. Maður er búinn í prófum, kosningarnar eru afstaðnar, og þjóðin byrjuð að jafna sig á söngvakeppninni. Eftir að hafa fengið þá ánægjulegu niðurstöðu að ég hafi náð öllum prófunum, hef ég...

Heilsusamlegur Mánudagur - Langdreginn Köngulóarkarl

Mánudagur. Ég byrjaði daginn á skál af hafragraut, og fór svo beint í alveg hreint frábært stærðfræðipróf, sem snerist um markgildi, könnun falla, afleiður og ýmis aðra skemmtilega hluti. Við skulum sjá til hvernig útkoman úr því verður, sjálfur er ég...

nei heyrðu, smá mistök, þú ert víst ekkert að deyja!

Þegar ég las þessa frétt fór ég ósjálfrátt að brosa, þó að auðvitað væri það alveg hræðilegt að lenda í svonalöguðu. En hvað ætli manninum hafi gengið til? Passa uppá að enginn myndi erfa neitt eftir sig? Ætli maður myndi nú reyndar ekki gera eitthvað...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Þorsteinn Valdimarsson
Þorsteinn Valdimarsson
Hafnfirðingur, heimspekinemi, breytönd, kvikmyndanörd og nörd svona almennt séð
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.