23.7.2007 | 19:26
Yfirlit yfir síðasta mánuð.
Síðan ég kom heim er lífið svo bara búið að vera afslappað. Á virkum dögum mæti ég í yndislegu vinnunna mína á Róló, sem er samt soldið erfitt að vakna fyrir. Svo er Sesar risinn uppfrá dauðum, búið að kaupa staðinn, hækka verðin, þrífa allt hátt og lágt. Pizzurnar eru líka orðnar almennilegar aftur. Þar hef ég verið eina og eina kvöldvakt, og lét svo plata mig til að vinna heila helgi um daginn. Annars hefur lífið utan vinnu verið rólegt, stuttir veiðitúrar, og lengri ferðir út á land. Og svo auðvitað bara letihangs heima. Fór á Akranes og náði góðum árangri í sandkastalakeppni þar, skrapp í bústað við Laugarvatn með nokkrum kunningjum. Rólegheit. Svo er ég núna að lesa fyrstu bókina sem ég hef lesið í alltof langa stund, Harry Potter and the Deathly Hallows. Svo bara sumarið að verða búið áður en maður veit af, og skólinn að byrja eftir alltof fáar vikur. Nú þarf ég virkilega að fara ákveða hvort ég ætla að klára stúdentinn á 3 árum, s.s. næsta vor, eða fjórum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 00:05
Ég er að fara til Noregs - Furðuleg verðlagning flugmiða
Það er ansi mikil skipulagning á bakvið svona ferð, og þó að við séum að fara inn í alveg tilbúna dagskrá þar sem okkur er reddað gistingu mat og bara öllu, þá er samt alveg nóg sem við þurfum að útrétta. Gistingu nóttina fyrir og eftir, hvernig komum við okkur hingað og þangað og út og suður og svo framvegis. Ég var t.d. orðinn ansi pirraður þegar við vorum að kaupa flugmiðana út. Eftir nokkuð puð þá vorum við búin að finna flug sem hentaði okkur ágætlega, og kostaði 29.000 kr. fram og til baka. Við ákveðum að taka það, og byrjum að dunda okkur við að fylla út allar persónuupplýsingarnar, og velja okkur sæti og svona. Við vorum s.s. á sitthvorum staðnum og svo í sambandi í gegnum MSN samskiptaforritið. Allt gekk vel hjá Lilju, og hún var tilbúin að ýta á staðfesta takkann. Ég var einhverjum 2 mínútum á eftir henni að þessu, en allt í einu fer allt í rugl, og það stendur að upp hafi komið villa og ég þurfi að byrja aftur. Frekar fúll fer ég aftur á byrjunarreit, og viti menn: nú kostar flugið 59.000 kr! Það hafði semsagt tvöfaldast (ekki hækkað um helming) í verði á örfáum mínútum! Sem betur fer var Lilja ekki búin að staðfesta sitt flug þannig að við gátum farið alveg til baka og fundið annað flug, sem reyndar hentaði okkur ekki eins vel, á 26.000 kr. Nú nokkrum dögum seinna, fór ég inná vef Icelandair og athugaði með flugið sem við höfðum upphaflega ætlað að taka. Nú kostar miðinn 32.000 kr. Ég er hálfhneykslaður yfir þessu, hvernig verðleggja menn eiginlega flugin hjá Icelandair? Eru þetta bara geðþóttaákvarðanir, hey tvöföldum verðið allt í einu núna, og lækkum svo um helming aftur á morgun, hehe!?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2007 | 00:47
Endalok tímabils?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2007 | 00:59
Vinna og ýmis menningaratburðir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 17:45
Moka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 01:21
Kynleg kynjaskipting.
23.5.2007 | 00:13
Konur geta ekki bakkað!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 17:42
Sumarfrí
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 02:09
Heilsusamlegur Mánudagur - Langdreginn Köngulóarkarl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 18:31
nei heyrðu, smá mistök, þú ert víst ekkert að deyja!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar