Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Sjötugsafmæli.

Í dag fór ég í skrýtnasta sjötugsafmæli sem ég hef farið í. Allavega það fyrsta sem var pulsupartí. Nánustu aðstandendum var boðið var upp á pylsur með lífrænni tómatsósu, maukuðum hráum lauk, og öðru tilheyrandi. Á meðan var afmælisbarnið mjög upp með sér, og labbaði um kátur á meðal gestanna. Þegar afmælissöngurinn var sunginn leið öllum hálf asnalega, enda var athygli afmælisbarnsins lítil, hann hafði mestann áhuga á því hvað gestirnir væru að borða. Hins vegar var athyglin alveg óskert þegar pakkarnir voru opnaðir, þá var pappírinn rifinn og tættur og svo hlaupið um í gleði með gjafirnar, þannig að allir gætu séð. Hann undi sér síðan ágætlega að leika við yngstu meðlimi fjölskyldurnar, og var alsæll þegar gestirnir kvöddu. Það var verst þegar einn gesturinn hnerraði, þá fór allt í háaloft. Greyið hefur alltaf verið viðkvæmur fyrir hnerrum. Ég vil þakka þeim Margréti og Stebba fyrir að bjóða mér í þetta velheppnaða sjötugsafmæli, og óska afmælisbarninu velfarnaðar í ellinni. Ég vona að þetta hafi verið gott bein sem við gáfum þér Brúskur minn. Smile

Nú hef ég fengið mér blogg-síðu!

Komið þið sæl, lesendur góðir.

Þorsteinn Valdimarsson heiti ég, og hyggst halda uppi síðu með alskonar athugasemdum sem mér detta í hug, ásamt því að segja frá hlutum úr mínum daglega reynsluheimi. Ég mun líka sýna hvað ég get gert flottar setningar úr flóknum orðum. Ég er að klára mitt annað ár í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði núna, og mun að öllum líkindum vera þar í tvö í viðbót. Í sumar verð ég svo að vinna á leikvelli hjá Hafnarfjarðarbæ, og hlakkar bara til! Þar var ég að vinna síðasta sumar og líkaði mjög vel. Þetta er ekki starf sem maður sækir í launanna vegna, heldur einfaldlega vegna þess hversu yndislegt og skemmtilegt starfið getur verið. Auk þess stefni ég á að ferðast um landið í sumar og njóta lífsins með fjölskyldu og vinum, og þessu öllu saman mun ég örugglega birta myndir af og segja frá.

En fyrst eru það nú lokaprófin...



Höfundur

Þorsteinn Valdimarsson
Þorsteinn Valdimarsson
Hafnfirðingur, heimspekinemi, breytönd, kvikmyndanörd og nörd svona almennt séð
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

221 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.