Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

10 dagar

Jæja gott fólk nú er farið að styttast í ferðina. Ég held að ekkert okkar sé alveg að átta sig á því hvað 10 dagar eru fljótir að líða. Við erum unnum fyrir ferðinni. Keyptum miða. Fórum í sprautur. Töluðum við fók og kynntum okkur aðstæður. Búin að senda passana okkar og eyðublöð fyrir Visa inn í landið til sendiráðsins í Noregi. Reyndar ekki búin að fá þá til baka :S. Rúm vika til brottfarar. Samt er þetta eitthvað svo fjarlægt ennþá.

Maður er alltaf að komast að einhverju nýju. Um daginn var ég að hlusta á uppáhalds tónlistarmyndbandið mitt, Kaaluri Vanil með Prabhu Deva, einnig þekktur sem Benny Lava. Eitthvað fer ég að forvitnast, og viti menn, Goðið mitt, sjálfur Michael Jackson Indlands er frá Chennai, borginni sem við erum að fara til!!! Skoða ég meira, og kemur í ljós að í borginni er annar stærsti kvikmyndaiðnaður í Indlandi á eftir Bollywood, nefninlega Kollywood. Þannig er að tamílska er ráðandi tungumál á suður Indlandi sem gerir það að verkum að aðrar kvikmyndir eru framleiddar fyrir þá. Og ég er að fara til hjarta iðnaðarins, Kollywood! Þessi uppgötvun kætti mig gríðarlega, og ég svarði að eyða að minnsta kosti einum degi til að reyna að finna húsið hans og redda okkur eiginhandaráritun. En smám saman rann upp fyrir mér, við erum þegar með pakkaða dagskrá allan tímann. 2 vikur er alltof stuttur tími!

Svo er maður búinn að reyna að fylgjast með Sögu Indlands á RÚV. Það kemur á óvart hvað maður hefur gaman að því að horfa á þetta, virkilega vandaðir þættir. Síðasti (nr. 4) þáttur fjallaði um Indland eftir fall Rómarveldis. Þá urðu miðaldir, tími stöðnunar, í Evrópu, en gullaldarskeið á Indlandi. Á þessum tíma ríkti Chola veldið á suðaustur Indlandi og byggði ógrynninnin öll af flottum hofum og dóti. Við munum fara til Kanchipuram þar sem mörg þeirra fallegustu eru. Í þættinum var líka sýnt hvernig haldið var upp á ljósahátíðina Diwali þarna, sem mun bera upp meðan við erum úti. Fyrir þá sem hafa áhuga verður þátturinn endursýndur kl. 13:50 sunnudaginn 12. okt. En þetta er nú kannski ekki jafn spennandi fyrir fólk sem er ekki að fara þangað eftir viku.

Nú er það bara að byrja að pakka!


Höfundur

Þorsteinn Valdimarsson
Þorsteinn Valdimarsson
Hafnfirðingur, heimspekinemi, breytönd, kvikmyndanörd og nörd svona almennt séð
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

221 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband