Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Yfirlit yfir síðasta mánuð.

Það er sumar og ég er búinn að hafa það fínt. Í lok júní fór ég eins og ég hafði minnst á til Noregs á Sumarsnú. Það var ótrúlega uppbyggjandi ferð, og gaman að sjá hvað Changemaker-samtökin úti eru rosalega öflug. Stemningin var skemmtileg allan tímann, með heilmikilli dagskrá á hverjum degi. Allt var síðan toppað með herferð fyrir utan Norska stjórnarráðið sem fjallaði um “Hjernetyveri” – heilaþjófnað. Það var semsagt verið að mótmæla því hvernig straumur heilbrigðisstarfsfólks gengur í öfuga átt en þá sem hún ætti að gera. Við í ríku löndunum lokkum það hingað sem skilur lönd eins og Malaví eftir með um 1 lækni á hverja 50.000 manns. Við Lilja komum því þreytt en mjög ánægð heim úr ferðinni, þrátt fyrir nokkur klúður. Týnda kortið hennar, týndi ipodinn minn, Asnalegi strætóinn sem við misstum af, og ferðataskan mín sem ruggaði alltaf, og ég þurfti að teypa saman fyrir heimkomuna. En kommon, við vorum í útlöndum. Maður verður að fá að vera túristi. Eftir heimkomuna var ég fullur af eldmóði, nú byrjum við sko á þessu á fullu hér á Íslandi! Svo gerðist ekkert. Þá mundi ég að Andri og Lilja höfðu líka talað svona síðast þegar þau komu frá heim Snúi. Þá gerðist ekkert heldur. Við höfum ekki haft fund síðan við komum heim.

Síðan ég kom heim er lífið svo bara búið að vera afslappað. Á virkum dögum mæti ég í yndislegu vinnunna mína á Róló, sem er samt soldið erfitt að vakna fyrir. Svo er Sesar risinn uppfrá dauðum, búið að kaupa staðinn, hækka verðin, þrífa allt hátt og lágt. Pizzurnar eru líka orðnar almennilegar aftur. Þar hef ég verið eina og eina kvöldvakt, og lét svo plata mig til að vinna heila helgi um daginn. Annars hefur lífið utan vinnu verið rólegt, stuttir veiðitúrar, og lengri ferðir út á land. Og svo auðvitað bara letihangs heima. Fór á Akranes og náði góðum árangri í sandkastalakeppni þar, skrapp í bústað við Laugarvatn með nokkrum kunningjum. Rólegheit. Svo er ég núna að lesa fyrstu bókina sem ég hef lesið í alltof langa stund, Harry Potter and the Deathly Hallows. Svo bara sumarið að verða búið áður en maður veit af, og skólinn að byrja eftir alltof fáar vikur. Nú þarf ég virkilega að fara ákveða hvort ég ætla að klára stúdentinn á 3 árum, s.s. næsta vor, eða fjórum.



Höfundur

Þorsteinn Valdimarsson
Þorsteinn Valdimarsson
Hafnfirðingur, heimspekinemi, breytönd, kvikmyndanörd og nörd svona almennt séð
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

221 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband