4.5.2007 | 14:11
Stjörnufræði, og það að breyta heiminum.
Í morgun fór ég í stjörnufræðipróf, og ég held að það sé óhætt að segja að það hafi gengið mjög vel. Ég mundi reyndar ekkert hvað Van-Allen beltið hét, en það var ein af mjög fáum villum! Eftir á brá ég mér í sund, og synti 500 metra! Það var ekkert smá hressandi, ég býst við því að gera meira af þessu í sumar. Ég fer sáttur inn í helgina með niðurstöðu vikunnar, en við taka þó engin fagnaðarlæti, ...stærðfræði próf er framundan. Og ég get fullyrt að mér mun ekki ganga eins vel í því. Ég býst nú ekki við því að falla, en það er allavega ljóst að ég þarf að bæta upp fyrir áhugaleysið á önninni, og læra eins og vitleysingur nú um helgina.
Við í Breytöndunum áttum mjög góðan netfund nú í gærkvöldi, og ætlum að fara að gera eitthvað að viti! Breytendur er lítill hópur framhaldskólanema (að mestu leyti) með frekar langa sögu, en allt of stutta ferilskrá. Við erum nú að vinna í því að koma norsku samtökunum Changemaker almennilega á koppinn hér á landi. Changemaker eru hugsuð sem samtök ungs fólks sem vill hafa rödd, án þess að ganga í stjórnmálaflokk. Þau eru undir verndarvæng hjálparstarfs kirkjunnar í Noregi, en eru þó óháð því að flestu leiti. Skoðanir meðlima Changemaker þurfa ekki að passa skoðunum Kirkjunnar. Engin skylda er gerð um trú þeirra er í samtökin ganga, og starfið er ekki á trúarlegum forsendum. Frekar siðferðislegum. Aðal markmið samtakanna er neflinlega að útrýma fátækt úr heiminum, og berjast fyrir málum sem annars fá ekki nóga athygli. Við Breytendurnar höfum verið að baxa í þessu í nokkurn tíma, verið með staka kynningu á fairtrade vörum hér og þar, en aldrei komið nógu miklu í verk. Nú í sumar eftir prófin á hinsvegar að setja á fullt, og við erum með ýmislegt í burðarliðnum. Við getum breytt heiminum! Ég fer víst að vinna í því ásamt fleirum að koma upp heimasíðu strax eftir prófin! Bara þrjú eftir...
Við í Breytöndunum áttum mjög góðan netfund nú í gærkvöldi, og ætlum að fara að gera eitthvað að viti! Breytendur er lítill hópur framhaldskólanema (að mestu leyti) með frekar langa sögu, en allt of stutta ferilskrá. Við erum nú að vinna í því að koma norsku samtökunum Changemaker almennilega á koppinn hér á landi. Changemaker eru hugsuð sem samtök ungs fólks sem vill hafa rödd, án þess að ganga í stjórnmálaflokk. Þau eru undir verndarvæng hjálparstarfs kirkjunnar í Noregi, en eru þó óháð því að flestu leiti. Skoðanir meðlima Changemaker þurfa ekki að passa skoðunum Kirkjunnar. Engin skylda er gerð um trú þeirra er í samtökin ganga, og starfið er ekki á trúarlegum forsendum. Frekar siðferðislegum. Aðal markmið samtakanna er neflinlega að útrýma fátækt úr heiminum, og berjast fyrir málum sem annars fá ekki nóga athygli. Við Breytendurnar höfum verið að baxa í þessu í nokkurn tíma, verið með staka kynningu á fairtrade vörum hér og þar, en aldrei komið nógu miklu í verk. Nú í sumar eftir prófin á hinsvegar að setja á fullt, og við erum með ýmislegt í burðarliðnum. Við getum breytt heiminum! Ég fer víst að vinna í því ásamt fleirum að koma upp heimasíðu strax eftir prófin! Bara þrjú eftir...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 16:23
Af allskyns prófum
Það hefur ýmislegt gerst síðan í síðustu færslu. Á mánudagsmorgun klukkan 06:40 hringdi vekjaraklukkan, þrátt fyrir að enginn skóli væri þann dag. Það var sérstaklega erfitt að vakna, en taka verður tillit til þess að ég hafði brugðið mér í kvikmyndahús kvöldið áður, og ekki komið heim fyrr en eftir miðnætti. Ég henti mér í sturtu, og fékk mér morgunkorn. Tímanlega klukkan 07:30 stoppaði svartur Benz fyrir utan húsið mitt, ég stökk út, settist í bílstjórasætið og keyrði af stað. Það vottaði fyrir örlitlu stressi í huganum, og það sást á aksturslaginu. Ég var að fara í verklegt ökupróf. Nú þið þurfið ekki að spurja að þvi, ég náði. Fékk reyndar alveg 7 mínusa fyrir að keyra of hægt, en þetta slapp allt saman. Það hlaut líka að gera það, ég er búinn að vera í æfingaakstri í yfir ár. Flestum finnst ekki lengur fyndið hvað ég er búinn að vera lengi að þessu, en ég er nokkuð sáttur sjálfur. Ég náði þó allavega markmiðinu, að fá bílprófið 17 ára.
Þetta var reyndar ekkert besti tíminn til að taka svona próf. Þegar maður er nýkominn með leyfið til að fara út í bíltúr, er mjög erfitt að loka sig inni hjá skólabókunum. Þess vegna var ég ekki nógu vel lesinn fyrir íslenskuprófið sem ég tók í morgun. Það gekk samt betur en ég þorði að vona, enda hef ég fylgst vel með í bókmenntasögunni yfir önnina. Framundan er svo stjörnufræðipróf á föstudag, og nú ætla ég mér að hemja mig í bíltúrunum, og reyna að læra almennilega undir það. Enda held ég að Mamma sé orðin svolítið þreytt á því að lána mér skódann sinn. En ætli ég renni nú ekki til Stebba bróður á eftir og sjái Manchester United AC Milan.
Þetta var reyndar ekkert besti tíminn til að taka svona próf. Þegar maður er nýkominn með leyfið til að fara út í bíltúr, er mjög erfitt að loka sig inni hjá skólabókunum. Þess vegna var ég ekki nógu vel lesinn fyrir íslenskuprófið sem ég tók í morgun. Það gekk samt betur en ég þorði að vona, enda hef ég fylgst vel með í bókmenntasögunni yfir önnina. Framundan er svo stjörnufræðipróf á föstudag, og nú ætla ég mér að hemja mig í bíltúrunum, og reyna að læra almennilega undir það. Enda held ég að Mamma sé orðin svolítið þreytt á því að lána mér skódann sinn. En ætli ég renni nú ekki til Stebba bróður á eftir og sjái Manchester United AC Milan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2007 | 17:51
Sjötugsafmæli.
Í dag fór ég í skrýtnasta sjötugsafmæli sem ég hef farið í. Allavega það fyrsta sem var pulsupartí. Nánustu aðstandendum var boðið var upp á pylsur með lífrænni tómatsósu, maukuðum hráum lauk, og öðru tilheyrandi. Á meðan var afmælisbarnið mjög upp með...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2007 | 14:07
Nú hef ég fengið mér blogg-síðu!
Komið þið sæl, lesendur góðir. Þorsteinn Valdimarsson heiti ég, og hyggst halda uppi síðu með alskonar athugasemdum sem mér detta í hug, ásamt því að segja frá hlutum úr mínum daglega reynsluheimi. Ég mun líka sýna hvað ég get gert flottar setningar úr...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar