Leita í fréttum mbl.is

Kynleg kynjaskipting.

Margir benda á að munur flokkana sé ekki svo mikill, og samstarf ætti að vera auðvelt. Það er örugglega alveg rétt, en á móti bendi ég á það að munurinn á öllum hinum flokkunum er heldur ekkert mikill. Hið íslenska pólitíska litróf er ekki það breitt og ég held að allir flokkarnir ættu að geta unnið vel saman. Ég hef talsverðar áhyggjur af stöðu Samfylkingarinnar í þessu nýja hjónabandi. Við sjáum alveg hvað hefur gerst með tvo síðustu samstarfsflokka Sjálfstæðismanna, Alþýðuflokkinn og Framsókn. Þeir gengu fram af sér dauðum í þessu samstarfi. Það er þó vonandi að Samfylkingin fái að koma sýnum málum á framfæri og verði sterk innan ríkisstjórnarinnar. Ég hefði kosið hana í kosningunum síðast hefði ég mátt það, en ég er ekki viss um að ég geri það næst. Sérstaklega ef að það kemur á daginn að flokkurinn sé bara kominn í stað Framsóknar og beygi sig og bukti fyrir íhaldinu. Það sama gildir örugglega um þó nokkra aðra kjósendur hennar.

Í raun sýnir hin nýja Ráðherraskipting flokkana mun flokkana mjög vel. Samfylkingin velur hæft fólk ásamt því að passa upp á kynjaskiptingu, en Sjálfstæðisflokkurinn virðist velja án nokkurs tillits til kyns. Og niðurstaðan er S = 3-3, D = 5-1. Margir halda því fram að kynjakvótar séu ekki góð leið, og með því móti sé hæfu fólki ýtt frá í staðin fyrir aðila af réttu kyni. Vissulega gætu slíkar aðstæður komið upp, en núna er staðan alls ekki slík. Sumir hafa bent á að varaformaður samfylkingarinnar fái ekki ráðherraembætti, en staðreyndin er sú að þær þrjár konur sem gera það eru vel að þeim komnar. Raunar er það óskiljanlegt að ekki séu fleiri konur í ráðherraliði sjálfstæðismanna. Arnbjörg Sveinsdóttir hefur setið 12 ár á þingi fyrir flokkinn og hefði vel komið til greina í ráðherraembætti. Guðlaugur Þór sem verður heilbrigðisráðherra, hefur setið á þingi síðan 2003. Þó að ekkert sé að því að hleypa ungu fólki að, er erfitt að sjá hvað Geir sá í Guðlaugi framyfir Arnbjörgu. En ég viðurkenni það nú að ég er alls enginn sérfræðingur í innanflokksmálum Sjálfstæðisflokksins...
mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Er ekki Guðlaugur Þór giftur konu sem rekur heilsuræktarstöð? Kannski þar felist sérstakir hæfileikar hans til að gegna þessu embætti?

María Kristjánsdóttir, 23.5.2007 kl. 08:17

2 Smámynd: Þorsteinn Valdimarsson

Það getur verið, líkamsrækt er mikilvægur þáttur í heilbrigði einstaklingsins.
Annars er Guðlaugur Þór örugglega ágætur í þetta, eins og hver annar. Það er bara skrýtið að gengið sé framhjá fólki sem hefur meiri reynslu en hann...

Þorsteinn Valdimarsson, 23.5.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Valdimarsson
Þorsteinn Valdimarsson
Hafnfirðingur, heimspekinemi, breytönd, kvikmyndanörd og nörd svona almennt séð
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

236 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.