Leita í fréttum mbl.is

Konur geta ekki bakkað!

Í kvöld fór ég á námskeið fyrir unga ökumenn í Forvarnarhúsinu sem Sjóvá og Umferðarstofa stóðu fyrir. Þar kom margt fræðandi fram, við fengum meðal annars að prófa veltibílinn fræga og upplifa hvernig væri að lenda í árekstri á lítilli ferð. Ég vil þakka þeim Einari og Sigga fyrir góða kvöldstund. Hins vegar var það sem vakti helst athygli mína, og nokkurra annarra á námskeiðinu, hversu mikil áhersla var lögð á að sýna muninn á því hvernig karlar og konur hegðuðu sér í umferðinni. Niðurstaðan var einhverveginn þannig að konur bakka oftar á, en karlar lenda í fleiri óhöppum úti í umferðinni. Þetta eyddum við svo löngum tíma í að tala um, og námskeiðshaldararnir komu með ýmsar skýringar á þessu. Það var t.d.minnst á það að gen karla væru „árásargjarnari“ en kvenna og að munur væri á sjón karla og kvenna. Konur eru með fleiri keilur en karlmenn fleiri stafi. Eða var það öfugt. En þeirra helsta skýring var sú að munur væri á hegðun kynjanna í notkun bílsins. Strákar notuðu bílinn mun meira, og þá sem leiktæki. Þeir væru miklu meira úti að rúnta á kvöldin, og lentu þar af leiðandi í fleiri slysum. Stelpur hinsvegar notuðu bílinn að mestu leyti sem farartæki, til að komast að heiman í skólann, og „úr vinnunni í hárgreiðslu“. (Fyrirlesari sagði þetta reyndar í einhverskonar hálfkæringi). Og það versta var að tölfræðin sem þeir notuðu til að styðja mál sitt virtist vera frekar veik. Þetta voru tölur fyrir árið 2006, og þær sýndu m.a. að nákvæmlega jafnt hlutfall árekstra ungra karla og kvenna það árið voruóhöpp við bakk. („en fyrir nokkrum árum var hlutfall ungra kvenna meira! “ Sagði umsjónarmaðurinn.) Það sama gilti um aftanákeyrslur. Að vísu var hlutfall ungra karla í umferðinni sem lenda í óhöppum enn mikið hærra, en hlutur kvenna virtist vera að aukast þarna.

Ég held að þetta sé vitlaus áhersla hjá þeim félögum, að einbeita sér svona að því að sína mun kynjanna í hinu og þessu, sem virtist vera mjög lítill hvort eð er. Staðreyndin er að svona hlutir eru að mjög miklu leyti einstaklingsbundnir, en ekki kynbundnir. Til að styrkja mál mitt nefni ég afar vandræðalegt atvik úr liðinni viku. Þá álpaðist ég til að skutla litla bróðir mínum um 50 metra niður götuna heima hjá mér, niður að video-leigu sem er alræmd fyrir léleg bílastæði. Ég fór samt þar inn og hugsaði með mér að ég ætti nú auðveldlega að komast út af stæðinu aftur. En þegar við komum út aftur hafði bíll lagt fyrir aftan mig hinum megin á stæðinu, og bakkaðstæður voru orðnar talsvert erfiðari. Ég þóttist þó ætla að fara þarna út en eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir, þar sem ekki mátti miklu muna að ég eyðilegði eitthvað, kom stelpa nokkrum árum eldri en ég, og sagðist ekki geta horft á svona tilburði lengur. Svo bakkaði hún út fyrir mig án nokkurra vandræða.

Þessi áhersla námskeiðsins og sem einnig virðist oft ríkja í umræðum um annað en ökuhæfni, finnst mér lýsa gamaldags sjónarmiðum sem eiga ekki við í samfélaginu í dag. Þessi munur kynjanna er oft að miklu leyti byggður á einskonar fordómum, en ekki hörðum rökum. Því finnst mér ekki rétt að fólki sé alltaf skipt upp í hópa eftir því hvernig kynfæri það hefur, konur gera alltaf svona, karlar alltaf hinsegin. Eina leiðin til að hafa fullt jafnrétti kynjanna er að hætta að spyrja um kyn. Eða er það ekki?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Valdimarsson
Þorsteinn Valdimarsson
Hafnfirðingur, heimspekinemi, breytönd, kvikmyndanörd og nörd svona almennt séð
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

221 dagur til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband