Leita í fréttum mbl.is

Röfl við Kaupþing

Meðfylgjandi er bréf sem ég sendi til míns viðskiptabanka, Kaupþings rétt í þessu. í ekkert alltof góðu skapi, og ákvað að tappa af svolitlu sem hefur verið að bögga mig alltof lengi:

Ég hef verið með mín viðskipti hjá ykkur í yfir 4 ár, lengst af hef ég verið með fyrirframgreitt kreditkort er nefnist "kortið". Allan þann tíma hef ég á u.þ.b. tveggja mánaða fresti fengið í merktum pósti auglýsingableðil þar sem þið reynið að selja mér vöru sem ég hef nú þegar keypt.  Ég hef leitt þetta hjá mér hingað til og kastað miðunum beint í ruslið en nú er komið nóg.

Til hvers eruð þið að þessu? Er þessi miði hugsaður sem tilkynning með nýjustu tilboðunum til að halda korthöfum við efnið? Af hverju eru lokaorðin þá "Sæktu um á www.kortid.is"? Eða eruð þið í blindni að senda svona merktan póst á alla í einhverjum ákveðnum markhópi sem ég fell óheppilega inn í? Er yfirhöfuð réttlætanlegt að banki sendi viðskiptavinum ruslpóst í merktum umslögum? Mun ég ekki enda á að henda umslagi sem hefur að geyma mikilvægar upplýsingar?

Ekki nóg með að þið séuð markvisst að eyða verðmætum tíma mínum og að láta höggva niður dýrmæta skóga fyrir þessar tilgangslausu og ómarkvissu auglýsingar, heldur gerið þið þetta allt á kostnað almennings, því íslenska þjóðin er jú að reka þennan banka eftir að þið tókuð þátt í að setja hana á hausinn. Ég held við höfum þarfari hluti að eyða pening í en þetta.

Hér með krefst ég þess að hætt verði að senda mér þessa tilgangslausu auglýsingapésa í merktum pósti. Fái ég aftur svona bréf mun ég segja upp mínum bankaviðskiptum hjá ykkur og þar með "kortinu" sem þið virðist reyna allt til að pranga inn á fólk.

Virðingarfyllst, Þorsteinn Valdimarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Valdimarsson
Þorsteinn Valdimarsson
Hafnfirðingur, heimspekinemi, breytönd, kvikmyndanörd og nörd svona almennt séð
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

219 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.