Leita í fréttum mbl.is

Nokkrar færslur á ári

Síðast skráði ég mig hér inn í haust, rétt eftir komuna heim frá Indlandi og sagðist ætla að skrifa meira um þá ferð um leið og ég hefði jafnað mig af magapestinni (sem ég fékk eftir að ég kom heim). Síðan hefur liðið dágóður tími og hefur mér tekist að halda mér uppteknum við ýmislegt annað en að skrifa þessa blessuðu ferðasögu. Helst ber að nefna að ég útskrifaðist úr Flensborg um jólin og hóf svo nám í heimspeki við Háskóla Íslands eftir áramótin (valdi nánast blindandi hvað skyldi sótt um). Svo hef ég verið á fullu í starfinu hjá Changmaker, og margt spennandi er að gerast í þeim málum. Opnuðum t.d. Loksins síðuna changemaker.is, þar sem við skrifum helstu fréttir um hvað gerist. Þess á milli hef ég svo tekið mér tíma til að fara óhóflega oft í bíó, þá oftast með honum Einari Erni góðvini mínum og drollað talsvert á internetinu. Þar er sko nóg að finna.

 

Nú er ég að hugsa um að byrja að skrifa aftur hingað inn á. Það verður allt mögulegt sem ég skrifa, sjáum bara til hvernig það gengur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Valdimarsson
Þorsteinn Valdimarsson
Hafnfirðingur, heimspekinemi, breytönd, kvikmyndanörd og nörd svona almennt séð
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

126 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband