Leita í fréttum mbl.is

Kaldhæðni örlaganna

Á sunnudag snerum við aftur úr okkar mögnuðu Indlandsferð. Ferðin gekk eins og í sögu, ekkert sem ekki mátti klikka fór úrskeiðis. Við fengum passana okkar með áritunum í tæka tíð, misstum ekki af neinum flugum eða lestum, og veiktumst svo til ekki neitt. Það sem flestir höfðu haft mestar áhyggjur af var að maginn á okkur myndi ekki þola ferðina. Algengt er víst að ferðamenn þoli ekki breytt mataræði á suðrænum slóðum, eða jafnvel fái einhverja sýkingu sem getur fylgt heiftugur niðurgangur.  Við pössuðum okkur vandlega á mataræðinu og því sem við drukkum, og sluppum því blessunarlega við magakveisur. Við fögnuðum hverjum áfanga sem gekk áfallalaust, og á leiðinni heim vorum við farin að spyrja okkur hvort það ætlaði virkilega ekkert að klikka. Eftir sólarhrings flug heim var maður að vonum orðinn nokkuð sjúskaður. Tekið var á móti mér heima eins og ég hefði verið heimtur úr helju, veitingar trakteraðar fram og ég beðinn um að sýna myndir.

Svo komu slæmu fréttirnar. Hér var allt heimilisfólk með bullandi magapest! Ég lét mér fátt um finnast, og fór fljótlega að sofa. Mætti svo í skólann á Mánudeginum, próf og verkefni biðu. Á Þriðjudeginum var það orðið ljóst. Ég var kominn með skitu. Ó, grimmilegu örlög! Það er ekki til betri brandari, nýkominn heill af húfi úr tveggja vikna Indlandsferð, þarf að fara að snúa mér að skólanum, gera verkefni og mæta í tíma, og þá, þá fæ ég magapest. 

O jæja, það þýðir ekki að fást um það. Fékk allavega einar góðar fréttir í dag, Barack Obama var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Það vekur lítinn vonarneysta í hjarta mínu. Ég skrifa meira um ferðina seinna, þarf að fara á klósettið. Þorsteinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha, já, ég trúi því að þetta sé svekkelsi. Heimurinn ákvað greinilega að þú skyldir klósettið heimsækja, fyrr eða síðar.

Brynjar H. (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:14

2 identicon

við getum þó öll verið sammála um það að klósettaðstaðan er töluvert þægilegri hérna á klakanum en hún er þarna úti svo ef þér var ætlað að fá rennikúk þá geturðu verið feginn að hafa almennilegt, hreint og köngulóalaust baðherbergi við hendina... ;)

Lilja Salóme (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Valdimarsson
Þorsteinn Valdimarsson
Hafnfirðingur, heimspekinemi, breytönd, kvikmyndanörd og nörd svona almennt séð
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

219 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband