Leita í fréttum mbl.is

Sorglega léleg blaðamennska

Fyndið hvernig íslenskir blaðamenn virðast apa upp tilhæfulausar fréttir úr bresku gulu pressunni og birta án nokkurs fyrirvara um uppruna þeirra. Maður hefur reyndar oftar rekið sig á svona vinnubrögð á visir.is, en þetta virðist vera lenska í stéttinni.

Nýjasta dæmið og kornið sem fyllti mælinn svo ég nennti að byrja að nöldra hérna er þessi "frétt" um að Megan Fox muni leika kattakonuna í næstu Batman mynd. Mbl birtir engar heimildir fyrir fréttinni, en ljóst er að hún er öpuð eftir þessari frétt sem The Sun birti um daginn. The Sun, er einna alræmdast bresku götublaðanna, og stundar það iðulega að kokka upp tilhæfulausar fréttir til að selja blöðin sín.

Allir sem fylgjast eitthvað með kvikmyndaiðnaðinum sjá það um leið að þessi frétt er uppspuni frá rótum, og stenst engan veginn. Fyrir það fyrsta er þriðja Batman myndin ennþá algjör óvissa. Handritsvinna er lítið sem ekkert hafin, hvað þá er byrjað að ráða í hlutverk. Ekki er víst hvort að leikstjórinn Christopher Nolan snýr aftur, en ef hann gerir það eins og "fréttin" heldur fram er mjög hæpið að myndin komi út sumarið 2011 eins og "fréttin" heldur líka fram, hann er uptekinn að vinna í annari mynd, Inception, alveg fram á næsta sumar. Þannig að halda því fram að Fox hafi verið ráðin er algjör fásinna. Reyndar er jafn heimskulegt að segja að áður hafi verið talið að Angelina Jolie fengi hlutverkið, það voru jafn ósannir orðrómar. Það er ekki einu sinni víst að þetta hlutverk verði í myndinni, það er ekki byrjað að skrifa handritið.

Ég er svosem ekki að banna að fjallað sé um óstaðfesta orðróma í fréttum. En það þarf þá að koma fram í fréttinni, eins og gert er í þessari frétt frá kvikmyndir.is

Ég tek eftir þessum gríðarlegu rangfærslum í fréttum sem ég hef pínulítið vit á, um framleiðslu kvikmynda. En maður hlýtur að spyrja sig, er þetta svona í almennum fréttaflutningi líka, um hluti sem ég hef ekki vit á? Er etv. verið að hafa okkur að fífli hvað eftir annað í fréttunum? Ég hef til dæmis ekkert vit á efnahaginum, má ég semsagt búast við því að fréttir af þeim vettvangi séu jafn uppfullar af kjaftæði og rangfærslum og fréttir mbl.is úr kvimyndaiðnaðinum eru? Eða er staðreyndin bara sú að blaðamenn netmiðlanna bera enga virðingu fyrir því verkefni sem þeir hafa fengið, að skrifa fréttir í léttari dúr úr skemmtanaiðnaðinum, og finnst þarafleiðandi í lagi að birta bara hvaða rugl sem er?


mbl.is Leikur Kattarkonuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér - þegar er verið að apa eftir öðrum fjölmiðlum, þá er Mbl.is voða dugleg að gera það vitlaust. Ég fer reglulega inná msnbc.msn.com og skoða fréttir þar... 3 dögum seinna er það komið inná mbl.is, og ekki rétt sagt frá.

Annars eru allar fréttir um Batman mjög vinsælar ! :D *er sjálf algjör Batman-nörd*

Margrét Þórðardóttir (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 14:25

2 identicon

Það er rétt hjá þér, mbl.is er mjög slæmt þegar kemur að þessu. Og visir.is er lítið skárri. Ég les mikið af erlendum síðum og þar er það regla að vera með link á heimildir, þarf ekki einu sinni að minnast á það í fréttinni heldur bara að vera með (via linkur) í lokin. Yfirleitt eru þetta bara þýðingar af erlendum síðum hjá mbl.is og visir.is en þrátt fyrir það tekst mönnum að gera það illa og misskilja upprunalegu fréttina. Ástæðan fyrir þessu linka og heimildaleysi íslenskra blaðamanna yfirleitt held ég að sé að þeir vilja ekki að fólk sjái hversu latir blaðamenn þeir eru.

Arnór (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Valdimarsson
Þorsteinn Valdimarsson
Hafnfirðingur, heimspekinemi, breytönd, kvikmyndanörd og nörd svona almennt séð
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.