Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Sumar

Jæja. Nú er sumarfríið byrjað, við erum farin að sjá glefsur af sumarveðri, ég held að það sé óhætt að segja að sumarið sé komið. Ég byrja samt ekki í sumarvinnunni minni á róló fyrr en í Júní, þannig að ég fæ góðan tíma til að slappa af og jafna mig eftir prófin :). Annars held ég að ég muni vera slatta í sumarhreingerningum, bæði heima við, með Stebba bróður mínum heima hjá honum, og svo á hinum ýmsu stöðum með Breytöndum. Við erum nefninlega að safna okkur fyrir Indlandsferð, og tökum að okkur allskonar verk fyrir styrki. Ef þú hefur áhuga hafðu samband ;).

Annars er ég búinn að vanrækja þessa síðu mikið á þessu ári. Það er leiðinlegt, maður á ekki að reyna að halda úti svona síðu ef maður stendur ekki í því að uppfæra hana. Það er hvorki vegna þess að ég hafi svo yfirþyrmandi mikið að gera að ég hafi aldrei tíma til að setjast niður, né heldur vegna þess að ég hafi einfaldlega ekki haft frá neinu að segja síðastliðna 4 mánuði. Lífið hefur bara gengið sinn vana gang með fullt af skemmtilegum hversdagslegum atvikum sem letimókið hindraði mann við að lýsa. Annars er ég búinn að vera að fara alltof mikið til útlanda, maður verður nú að stilla því í hóf og reyna að vera umhverfisvænn Halo

Norræna Samstarfsverkefnið hefur gengið mjög vel. Við breytendur, ásamt Changemaker í Finnlandi og Noregi, og Svenska Kyrkans Unga, erum að undirbúa sameiginlega herferð fyrir árið 2009. Fyrsti fundurinn var í Febrúar, í Sigtuna litlu þorpi fyrir utan Uppsala í Svíþjóð. þar kynntumst við samstarfsaðilarnir, ákváðum efni herferðarinnar sem mun fjalla um flóttamenn vegna hlýnunar jarðar. Svo settum við okkur heimaverkefni, að læra meira um efnið, hugsa mögulegar aðferðir við herferðina, hverjum ætti að beina henni að, hvernig hún yrði framkvæmd og hver markmið hennar yrðu. Næsti fundur var svo í Osló í lok apríl og þar stilltum við saman strengi okkar og suðum saman góða aðgerðaáætlun sem auðvitað á eftir að fara yfir. Þetta efni verður mjög spennandi að vinna með, það er mikið rúm fyrir umbætur. Loftslags flóttamenn er tiltölulega nýtt hugtak og ört vaxandi vandamál. Þó að margar mismunandi spár yfir tölur séu til er allavega ljóst að á næsta árhundraði mun vandinn aukast gríðarlega. Eins og staðan er í dag er ekki til opinber skilgreining á hugtakinu, og ekki er minnst á loftslagsflóttamenn í Genfar-sáttmálanum né í öðrum helstu mannréttindaritum. Því er fólk sem þarf að flýja heimili sín vegna loftslagsbreytinga í raun réttlaust og hefur ekki alþjóðlega viðurkenningu á vanda sínum. Eitt af markmiðum okkar verður að fá norræn stjórnvöld til að vinna saman að því að breyta þessu. Ég fer ekki nánar út í það núna, en vonandi sjáið þið öll herferðina árið 2009. Ferðirnar voru báðar skemmtilegar og ég og Andri fræddumst mikið um hnattræn málefni og skemmtum okkur vel.

Um páskana fór ég svo í svolítið öðruvísi ferð, til Ensku strandarinnar á Kanarí eyjum með fjölskyldu minni. Það var óneitanlega skrýtið að vera þarna í tilbúnu ferðamannaumhverfinu. Hver einasti matsölustaður, klúbbur og bar var með manneskju í vinnu við að lokka þig inn og Indverskir sölumenn í raftækjabúðum höfðu lagt það á sig að læra íslensku til að geta selt þér Panaskanik útvarp eða Polexx úr.  En ströndin var góð og að sumu leiti skildi maður þá yfir 60 íslendinga sem hafa þarna fasta búsetu.

Annars er maður alltaf að rekast á skemmtileg myndbönd. Hér er lagið Kalluri Vaanil úr kvikmyndinni Pennin Manathai Thottu.  Aðalleikararnir eru Prabhu Deva og Jaya Sheel. Auk þess hefur einhver fiktað og sett teksta undir með því sem að honum heyrist þau segja á ensku, og kemur skemmtilega út. Það er ekki meiningin að gera grín að flytjendunum, þetta er yndislega orkumikil tónlist sem kemur mér alltaf í gott skap.


Höfundur

Þorsteinn Valdimarsson
Þorsteinn Valdimarsson
Hafnfirðingur, heimspekinemi, breytönd, kvikmyndanörd og nörd svona almennt séð
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband