Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
17.9.2007 | 14:34
Myspace
Ég veit ekki alveg hvað gerðist, en ég var að fá mér myspace. Já, allt í einu núna eitthvað. Myspace er síða sem leifir notendum að skiptast á skilaboðum, spila tónlist, myndbönd, sýna myndir, blogga, stofna hópa, og margt fleira. Ég hef aldrei skilið til hvers þetta er. Myspace var stofnað í ágúst 2003 af fyrirtækinu eUniverse. Fyrstu notendurnir voru starfsmenn fyrirtækisins, og þeir héldu keppnir sín á milli um hver gæti fengið flesta nýja notendur. Óhætt er að segja að síðan hafi slegið í gegn, hún var keypt ásamt móðurfyrirtæki sínu af fjölmiðlamógúlnum Rupert Murdoch í júlí 2005 fyrir 580 milljónir bandaríkjadala. Myspace hefur haldið áfram að vaxa gríðarlega, telur yfir 200 milljón notendur og er 6. vinsælasta síðan á netinu (hvernig sem það er nú mælt). Og það var semsagt á þessum tímapunkti, þegar allir sem ég þekki eru búnir að eiga svona síðu í nokkur ár, að ég ákvað að gera svona síðu. Ég fatta ekki ennþá alveg til hvers hún er, en ég mun vonandi komast að því. http://www.myspace.com/steinivalda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 16:14
Ferðasaga / Jarðfræðiverkefni
Ég var að gera fyrsta verkefnið mitt í Jarðfræði, sem var að "Skrifa um skemmtilegt ferðalag þar sem þú tókst eftir einhverjum jarðfræðilegum fyrirbrygðum" og ákvað að skrifa um vestfjarðaferðina mína. Ég ákvað síðan þegar ég var búinn að skella þessu hérna inn, bæði vegna þess að ég var aldrei búinn að skrifa um þessa ágætu ferð, og þess að það hljómar svo skemmtilega þegar ferðalýsingar renna allt í einu út í lýsingu á jarðvegsgerð:
Í vor þegar við í fjölskyldunni vorum að ræða hvert við skyldum halda í sumarfríinu, kom skemmtileg hugmynd upp. Við ákváðum að ekki skyldum við halda saman til útlanda þetta sumarið, heldur myndum við ferðast hér innanlands. Og Vestfirðir urðu fyrir valinu. Þannig var að ekkert okkar hafði komið til Vestfjarða áður, fyrir utan fjölskylduföðurinn, en hann hafði unnið eitthvað þarna fyrir 20 30 árum. Reyndar höfðum við áður ferðast aðeins um strandirnar, austan megin á kjálkanum og ákváðum því að sleppa þeim í þetta skipti.
Eftir að hafa tryggt okkur íbúð til leigu á Flateyri í eina viku, héldum við af stað á fimmtudegi í lok Júlí, keyrðum í Stykkishólm og tókum Baldur til Flateyjar. Þar gistum við í eina nótt hjá kunningsfólki okkar, og skoðuðum okkur um í eyjunni. Flatey er stærsta eyjan á Breiðafirði, en þar eru óteljandi eyjar sker og hólmar sem talið er að hafi myndast vegna afls skriðjökla á Ísöld. Þegar jökulfarginu létti svo, er talið að eyjurnar hafi risið úr sæ. Þjóðsögur segja hins vegar að eyjarnar á Breiðafirði hafi orðið til við mokstur trölla sem ætluðu sér að skilja Vestfirði frá meginlandinu.
Eftir að hafa skoðað þessa fallegu eyju, héldum við af stað aftur síðdegis á föstudeginum, og tókum Baldur að Brjánslæk, sem er á miðjum Barðaströndunum. Þær eru á sunnanverðum Vestfjarðakjálkanum, þar sem stuttir og grunnir firðir skerast inn úr Breiðafirðinum. Milli fjarðanna ganga svo háir og hrjóstrugir múlar. Undirlendi þarna er lítið en landslagið þó ekki jafn hrikalegt og annarsstaðar á Vestfjörðum.
Við keyrðum aðeins þarna í kring, en héldum svo í rólegheitum norðureftir, og vorum komin að Flateyri um kvöldið. Á leiðinni sáum við mesta foss Vetfjarða, Dynjanda sem er í Dynjandisvogi, en hann liggur fyrir botni Arnarfjarðar. Þar fellur áin fram af fjallsbrúninni niður nær 100 metra hátt bungumyndað berg með smástöllum. Bergið er myndað af hörðum hraunlögum og millilögum úr sendnum leir sem er mun mýkri. Mjúku millilögin hafa gefið eftir undan ágangi jökuls og síðar vatns og fossastigi hefur myndast.
Eitt aðaleinkenni vestfirska landslagsins eru þröngir og mjóir firðir með háum og bröttum fjöllum sem ganga víða í sjó fram, og þessu tók maður eftir þegar komið var á Flateyri. Hálendi Vestfjarða einkennist einnig af því hve flatt það er. Berggrunnurinn þarna er að mestu leyti úr hraunlögum, einkum basalti, en einnig finnast millilög úr molabergi sem myndast hefur úr lausum jarðlögum á borð við möl, leir, mold eða mó. Það má einnig finna eldfjallaösku og gróðurleifar í lögunum. Fyrir um 3 milljónum ára lagðist jökull yfir jarðlagastaflann, og átti mikinn þátt í því að móta landið eins og það er nú. Á þeim 10.000 árum sem eru síðan ísöld lauk, hafa svo roföflin haldið áfram að móta landslag svæðisins.
Þessa viku sem við vorum á Flateyri, gerðum við ýmislegt. Fórum niður á bryggju að veiða, löbbuðum upp að snjóflóðagarðinum og fórum líka mikið inn á Ísafjörð og alla hina bæina sem liggja þarna í kring. Með því eftirminnilega sem við gerðum var að fara í fjöruna við Holt í Önundarfirði. Það var í fínasta veðri, og allt í einu fannst okkur að við værum á sólarströnd einhverstaðar sunnar en á Vestfjörðum, og brugðum okkur í sundfötin og fórum í sjóinn. Hann var reyndar ekki eins heitur og á þeim sólarströndum sem ég hef prófað. En þetta var samt ótrúlega góður dagur, og merkilegt að þessi sandströnd skuli vera þarna, með svona fallegum gulum sandi og alles.
Við fórum líka í siglingu út í eynna Vigur, sem er önnur eyjan á Ísafjarðardjúpi. Hún er fyrir mynni Skötufjarðar og Hestfjarðar, um 2 km á lengd og tæpir 400 m á breidd. Þar var skemmtilegt að skoða náttúruna, fuglalífið, og svo það manngerða á eyjunni.
Eftir þessa viðburðaríku viku héldum við svo þreytt, en ánægð heim á leið. Þó að við hefðum séð margt skemmtilegt í ferðinni, er ótrúlega margt sem við skoðuðum ekki í þetta skiptið, Hornbjarg, Látrabjarg, og ýmislegt fleira. Það er því er alveg bókað að við munum heimsækja Vestfirði aftur.
Í vor þegar við í fjölskyldunni vorum að ræða hvert við skyldum halda í sumarfríinu, kom skemmtileg hugmynd upp. Við ákváðum að ekki skyldum við halda saman til útlanda þetta sumarið, heldur myndum við ferðast hér innanlands. Og Vestfirðir urðu fyrir valinu. Þannig var að ekkert okkar hafði komið til Vestfjarða áður, fyrir utan fjölskylduföðurinn, en hann hafði unnið eitthvað þarna fyrir 20 30 árum. Reyndar höfðum við áður ferðast aðeins um strandirnar, austan megin á kjálkanum og ákváðum því að sleppa þeim í þetta skipti.
Eftir að hafa tryggt okkur íbúð til leigu á Flateyri í eina viku, héldum við af stað á fimmtudegi í lok Júlí, keyrðum í Stykkishólm og tókum Baldur til Flateyjar. Þar gistum við í eina nótt hjá kunningsfólki okkar, og skoðuðum okkur um í eyjunni. Flatey er stærsta eyjan á Breiðafirði, en þar eru óteljandi eyjar sker og hólmar sem talið er að hafi myndast vegna afls skriðjökla á Ísöld. Þegar jökulfarginu létti svo, er talið að eyjurnar hafi risið úr sæ. Þjóðsögur segja hins vegar að eyjarnar á Breiðafirði hafi orðið til við mokstur trölla sem ætluðu sér að skilja Vestfirði frá meginlandinu.
Eftir að hafa skoðað þessa fallegu eyju, héldum við af stað aftur síðdegis á föstudeginum, og tókum Baldur að Brjánslæk, sem er á miðjum Barðaströndunum. Þær eru á sunnanverðum Vestfjarðakjálkanum, þar sem stuttir og grunnir firðir skerast inn úr Breiðafirðinum. Milli fjarðanna ganga svo háir og hrjóstrugir múlar. Undirlendi þarna er lítið en landslagið þó ekki jafn hrikalegt og annarsstaðar á Vestfjörðum.
Við keyrðum aðeins þarna í kring, en héldum svo í rólegheitum norðureftir, og vorum komin að Flateyri um kvöldið. Á leiðinni sáum við mesta foss Vetfjarða, Dynjanda sem er í Dynjandisvogi, en hann liggur fyrir botni Arnarfjarðar. Þar fellur áin fram af fjallsbrúninni niður nær 100 metra hátt bungumyndað berg með smástöllum. Bergið er myndað af hörðum hraunlögum og millilögum úr sendnum leir sem er mun mýkri. Mjúku millilögin hafa gefið eftir undan ágangi jökuls og síðar vatns og fossastigi hefur myndast.
Eitt aðaleinkenni vestfirska landslagsins eru þröngir og mjóir firðir með háum og bröttum fjöllum sem ganga víða í sjó fram, og þessu tók maður eftir þegar komið var á Flateyri. Hálendi Vestfjarða einkennist einnig af því hve flatt það er. Berggrunnurinn þarna er að mestu leyti úr hraunlögum, einkum basalti, en einnig finnast millilög úr molabergi sem myndast hefur úr lausum jarðlögum á borð við möl, leir, mold eða mó. Það má einnig finna eldfjallaösku og gróðurleifar í lögunum. Fyrir um 3 milljónum ára lagðist jökull yfir jarðlagastaflann, og átti mikinn þátt í því að móta landið eins og það er nú. Á þeim 10.000 árum sem eru síðan ísöld lauk, hafa svo roföflin haldið áfram að móta landslag svæðisins.
Þessa viku sem við vorum á Flateyri, gerðum við ýmislegt. Fórum niður á bryggju að veiða, löbbuðum upp að snjóflóðagarðinum og fórum líka mikið inn á Ísafjörð og alla hina bæina sem liggja þarna í kring. Með því eftirminnilega sem við gerðum var að fara í fjöruna við Holt í Önundarfirði. Það var í fínasta veðri, og allt í einu fannst okkur að við værum á sólarströnd einhverstaðar sunnar en á Vestfjörðum, og brugðum okkur í sundfötin og fórum í sjóinn. Hann var reyndar ekki eins heitur og á þeim sólarströndum sem ég hef prófað. En þetta var samt ótrúlega góður dagur, og merkilegt að þessi sandströnd skuli vera þarna, með svona fallegum gulum sandi og alles.
Við fórum líka í siglingu út í eynna Vigur, sem er önnur eyjan á Ísafjarðardjúpi. Hún er fyrir mynni Skötufjarðar og Hestfjarðar, um 2 km á lengd og tæpir 400 m á breidd. Þar var skemmtilegt að skoða náttúruna, fuglalífið, og svo það manngerða á eyjunni.
Eftir þessa viðburðaríku viku héldum við svo þreytt, en ánægð heim á leið. Þó að við hefðum séð margt skemmtilegt í ferðinni, er ótrúlega margt sem við skoðuðum ekki í þetta skiptið, Hornbjarg, Látrabjarg, og ýmislegt fleira. Það er því er alveg bókað að við munum heimsækja Vestfirði aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar