Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
26.8.2007 | 19:36
Ber
Nú er sumrinu að ljúka og haustið gegnið í garð, eins og ég hef talað um í undanförnum færslum. Eitt sem fylgir alltaf haustinu hér á Íslandi og víðar, er uppskera berja. Þegar við vorum á Vestfjörðunum um síðustu mánaðarmót tókum við eftir því að þar var alveg ógnótt af bláberjum og aðalbláberjum. Við tíndum auðvitað eins og við gátum, bæði beint upp í munninn og í skál til að borða um kvöldið. Skrýtið hvernig ber virðast vera fyrr á ferðinni þar.
Síðan við komum heim hafa svo öll berin í garðinum þroskast, rifsber sólber og stikilsber. Við tínum talsvert af þeim öllum, afi notar þau svo í sultugerðartilraunir ásamt rabarbara. Síðasta föstudagseftirmiðdag fór ég svo með afa upp í lönguhlíðar í berjamó. Þar tíndum við talsvert af bláberjum en minna af aðalbláberjum, sem afi segir að hafi verið mun meira af þarna í gamla daga. Ég finn nú lítinn mun á þeim, en afa finnst aðalbláberin mun betri. Hann telur þetta vera afleiðingu hlýnandi veðurfars, Aðalbláberjalyngið þurfi helst að hafa snjó yfir sér á veturna, en bláberjalyngið þoli snjóleysi betur. Þess vegna séu venjulegu bláberin að vinna á. Svona hafa nú gróðurhúsaáhrifin margþætt áhrif!
Svo er ég að lesa það núna í fréttablaðinu að bláber hafi verið skilgreind ofurfæða, einstaklega rík af andoxunarefnum, næringu og heilsubætandi efnum. Þau eru semsagt með hollari fæðutegundum sem finnast. Ég ætla að fá mér eina skál núna. Það er samt spurning hvort að sykurinn og rjóminn jafni þetta ekki út...
Síðan við komum heim hafa svo öll berin í garðinum þroskast, rifsber sólber og stikilsber. Við tínum talsvert af þeim öllum, afi notar þau svo í sultugerðartilraunir ásamt rabarbara. Síðasta föstudagseftirmiðdag fór ég svo með afa upp í lönguhlíðar í berjamó. Þar tíndum við talsvert af bláberjum en minna af aðalbláberjum, sem afi segir að hafi verið mun meira af þarna í gamla daga. Ég finn nú lítinn mun á þeim, en afa finnst aðalbláberin mun betri. Hann telur þetta vera afleiðingu hlýnandi veðurfars, Aðalbláberjalyngið þurfi helst að hafa snjó yfir sér á veturna, en bláberjalyngið þoli snjóleysi betur. Þess vegna séu venjulegu bláberin að vinna á. Svona hafa nú gróðurhúsaáhrifin margþætt áhrif!
Svo er ég að lesa það núna í fréttablaðinu að bláber hafi verið skilgreind ofurfæða, einstaklega rík af andoxunarefnum, næringu og heilsubætandi efnum. Þau eru semsagt með hollari fæðutegundum sem finnast. Ég ætla að fá mér eina skál núna. Það er samt spurning hvort að sykurinn og rjóminn jafni þetta ekki út...
Bloggar | Breytt 28.8.2007 kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 10:20
Sumarlok - Skóli
Nú er sumarið búið og skólin farinn af stað. Þetta var fljótt að líða! Ýmislegt er búið að gerast á þessum mánuði sem er síðan ég skrifaði hingað síðast, samt lítið til að segja frá. Fór með fjölskyldunni í ferð til Vestfjarða, vorum að bæta úr því að hafa aldrei ferðast þangað áður. Vorum í íbúð á Flateyri og skoðuðum mikið þar í kring. Kom síðan heim örlítið dasaður eftir eftir 10 daga, kláraði síðustu dagana á Róló. Er síðan búinn að vera að vinna aðeins á Sesar og, vera innan um fólkið þar. Fórum m.a. í sumarbústað sem var á milli Sandgerðis og Garðs, stemning í því.
Ég fékk stundatöfluna mína í fyrradag, er búinn að ákveða að vera ekkert að flýta mér og taka stúdentinn á fjórum árum. Eða allavega þrem og hálfu. Samt er ég í alveg of mörgum áföngum, Stærðfræði 503 og 313, Líffræði 103 og 113, Jarðfræði 203, Sögu 483, Íslensku 503 og svo Spænsku 303, sem ég tek fyrir utan skólann. Samt tímdi ég einhvernvegin ekki að hætta í neinum þeirra, sumum vegna þess að það er gott að vera búinn með þá (stæ 503 og 313, Ísl 503, Líf 103) en sumum vegna þess að þeir eru áreiðanlega skemmtilegir ( Sag, Líf 113 og Jar)
Ég er byrjaður að lesa aftur, ótrúlegt en satt. Ég kláraði Harry Potter í snarhasti á Vestfjörðunum, og er svo búinn að lesa Flateyjargátu (skemmtilegt, því við komum við í Flatey) og er núna að lesa Dagbók Anne Frank. Svo þarf ég að lesa tvær bækur í Íslensku í vetur, er að hugsa um að fara ekki auðveldu leiðina og velja eitthvað sem ég hef þegar lesið. Þannig að lestrarhesturinn í mér er vaknaður eftir langa dvöl.
Ég veit ekki alveg hvert þessi síða er að stefna hjá mér. Í sumar skrifaði ég að meðaltali einu sinni í mánuði, - það var þegar ég hafði ekkert að gera. Hvernig ég ætla að halda þessu úti þegar ég er á fullu í skólanum veit ég ekki. Við sjáum hvernig þetta fer...
Ég fékk stundatöfluna mína í fyrradag, er búinn að ákveða að vera ekkert að flýta mér og taka stúdentinn á fjórum árum. Eða allavega þrem og hálfu. Samt er ég í alveg of mörgum áföngum, Stærðfræði 503 og 313, Líffræði 103 og 113, Jarðfræði 203, Sögu 483, Íslensku 503 og svo Spænsku 303, sem ég tek fyrir utan skólann. Samt tímdi ég einhvernvegin ekki að hætta í neinum þeirra, sumum vegna þess að það er gott að vera búinn með þá (stæ 503 og 313, Ísl 503, Líf 103) en sumum vegna þess að þeir eru áreiðanlega skemmtilegir ( Sag, Líf 113 og Jar)
Ég er byrjaður að lesa aftur, ótrúlegt en satt. Ég kláraði Harry Potter í snarhasti á Vestfjörðunum, og er svo búinn að lesa Flateyjargátu (skemmtilegt, því við komum við í Flatey) og er núna að lesa Dagbók Anne Frank. Svo þarf ég að lesa tvær bækur í Íslensku í vetur, er að hugsa um að fara ekki auðveldu leiðina og velja eitthvað sem ég hef þegar lesið. Þannig að lestrarhesturinn í mér er vaknaður eftir langa dvöl.
Ég veit ekki alveg hvert þessi síða er að stefna hjá mér. Í sumar skrifaði ég að meðaltali einu sinni í mánuði, - það var þegar ég hafði ekkert að gera. Hvernig ég ætla að halda þessu úti þegar ég er á fullu í skólanum veit ég ekki. Við sjáum hvernig þetta fer...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar