Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
19.6.2007 | 00:05
Ég er að fara til Noregs - Furðuleg verðlagning flugmiða
Nú er það klappað og klárt að ég er að fara á Sumar-snú Changemaker samtakana í næstu viku. Það er einskonar landsmót samtakanna, sem er haldið þrisvar á ári, og munum við Lilja vera fulltrúar hins íslenska arms samtakanna nú á sumarmótinu. Mér finnst það alveg magnað, mig er byrjað að hlakka ansi mikið til. Ég mun örugglega tala eitthvað meira um þessa ferð við tækifæri...
Það er ansi mikil skipulagning á bakvið svona ferð, og þó að við séum að fara inn í alveg tilbúna dagskrá þar sem okkur er reddað gistingu mat og bara öllu, þá er samt alveg nóg sem við þurfum að útrétta. Gistingu nóttina fyrir og eftir, hvernig komum við okkur hingað og þangað og út og suður og svo framvegis. Ég var t.d. orðinn ansi pirraður þegar við vorum að kaupa flugmiðana út. Eftir nokkuð puð þá vorum við búin að finna flug sem hentaði okkur ágætlega, og kostaði 29.000 kr. fram og til baka. Við ákveðum að taka það, og byrjum að dunda okkur við að fylla út allar persónuupplýsingarnar, og velja okkur sæti og svona. Við vorum s.s. á sitthvorum staðnum og svo í sambandi í gegnum MSN samskiptaforritið. Allt gekk vel hjá Lilju, og hún var tilbúin að ýta á staðfesta takkann. Ég var einhverjum 2 mínútum á eftir henni að þessu, en allt í einu fer allt í rugl, og það stendur að upp hafi komið villa og ég þurfi að byrja aftur. Frekar fúll fer ég aftur á byrjunarreit, og viti menn: nú kostar flugið 59.000 kr! Það hafði semsagt tvöfaldast (ekki hækkað um helming) í verði á örfáum mínútum! Sem betur fer var Lilja ekki búin að staðfesta sitt flug þannig að við gátum farið alveg til baka og fundið annað flug, sem reyndar hentaði okkur ekki eins vel, á 26.000 kr. Nú nokkrum dögum seinna, fór ég inná vef Icelandair og athugaði með flugið sem við höfðum upphaflega ætlað að taka. Nú kostar miðinn 32.000 kr. Ég er hálfhneykslaður yfir þessu, hvernig verðleggja menn eiginlega flugin hjá Icelandair? Eru þetta bara geðþóttaákvarðanir, hey tvöföldum verðið allt í einu núna, og lækkum svo um helming aftur á morgun, hehe!?
Það er ansi mikil skipulagning á bakvið svona ferð, og þó að við séum að fara inn í alveg tilbúna dagskrá þar sem okkur er reddað gistingu mat og bara öllu, þá er samt alveg nóg sem við þurfum að útrétta. Gistingu nóttina fyrir og eftir, hvernig komum við okkur hingað og þangað og út og suður og svo framvegis. Ég var t.d. orðinn ansi pirraður þegar við vorum að kaupa flugmiðana út. Eftir nokkuð puð þá vorum við búin að finna flug sem hentaði okkur ágætlega, og kostaði 29.000 kr. fram og til baka. Við ákveðum að taka það, og byrjum að dunda okkur við að fylla út allar persónuupplýsingarnar, og velja okkur sæti og svona. Við vorum s.s. á sitthvorum staðnum og svo í sambandi í gegnum MSN samskiptaforritið. Allt gekk vel hjá Lilju, og hún var tilbúin að ýta á staðfesta takkann. Ég var einhverjum 2 mínútum á eftir henni að þessu, en allt í einu fer allt í rugl, og það stendur að upp hafi komið villa og ég þurfi að byrja aftur. Frekar fúll fer ég aftur á byrjunarreit, og viti menn: nú kostar flugið 59.000 kr! Það hafði semsagt tvöfaldast (ekki hækkað um helming) í verði á örfáum mínútum! Sem betur fer var Lilja ekki búin að staðfesta sitt flug þannig að við gátum farið alveg til baka og fundið annað flug, sem reyndar hentaði okkur ekki eins vel, á 26.000 kr. Nú nokkrum dögum seinna, fór ég inná vef Icelandair og athugaði með flugið sem við höfðum upphaflega ætlað að taka. Nú kostar miðinn 32.000 kr. Ég er hálfhneykslaður yfir þessu, hvernig verðleggja menn eiginlega flugin hjá Icelandair? Eru þetta bara geðþóttaákvarðanir, hey tvöföldum verðið allt í einu núna, og lækkum svo um helming aftur á morgun, hehe!?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2007 | 00:47
Endalok tímabils?
Á föstudagskvöldið vann ég síðustu vaktina mína á Little Caesars. Held ég. En ég hef nú haldið það ansi oft áður. Ég er nokkuð viss um að núna sé verið að loka staðnum fyrir fullt og allt, ári eftir að öllu starfsfólkinu var sagt upp. Ég hef átt mjög góða tíma á þessum vinnustað, en samt var ég búinn að bíða eftir þessu augnabliki í allan vetur. Skil í rauninni ekki af hverju ég var ekki löngu búinn að segja upp, Sesar var hættur að virka sem pizzastaður. Það var öllum skítsama um hann, starfsfólki og stjórnendum, og í raun hin mesta ráðgáta af hverju það er ekki löngu búið að leggja hann niður. En þrátt fyrir að staðurinn væri aldrei þrifinn og við ættum yfirleitt bara helminginn af álegginu sem átti að vera til, var alltaf góður andi á staðnum. Sennilega var það þess vegna sem ég lagði aldrei í það að segja upp, þó mig hefði lengi hlakkað til að staðnum yrði lokað. Loksins þegar stundin sem maður rann upp þá vildi maður samt ekki trúa því að þetta væri búið. Loksins hefur öndunarvél hins langveika Sesars verið kippt úr sambandi, ... eða það ætla ég allavega rétt að vona.
Þetta var dramatísk stund, og mér leið hálfpartinn eins og ég væri staddur í lokaþættinum af Friends. Á vaktinni með mér voru einu 3 starfsmennirnir sem ennþá unnu á staðnum, Jói, Halldór og Pétur. Eftir að hafa afgreitt báða viðskiptavinina, og vísað konunni frá sem að hélt að við værum ennþá með Thincrust pizzur, læstum við hurðinni kl ca. hálf átta. Allt í kringum okkur var í óreiðu og staðurinn hafði ekki verið þrifinn almennilega í marga mánuði, en við settumst bara niður og spjölluðum í smá stund. Síðan rifum við eitt skilti af vegnum hver og stálum, slökktum ljósin, læstum hurðinni og keyrðum í burtu. Það var skrýtin stund að skutla þeim öllum heim, ekki vitandi hvenær eða hvort maður myndi sjá þá aftur. En hey, þetta er nú einu sinni Ísland, og svo gæti verið að við förum í LC útilegu núna í sumar. En svo veit maður aldrei, kannski opnar staðurinn bara aftur á mánudaginn á einhvern undraverðan hátt. Annað eins hefur nú gerst þar á bæ...
Þetta var dramatísk stund, og mér leið hálfpartinn eins og ég væri staddur í lokaþættinum af Friends. Á vaktinni með mér voru einu 3 starfsmennirnir sem ennþá unnu á staðnum, Jói, Halldór og Pétur. Eftir að hafa afgreitt báða viðskiptavinina, og vísað konunni frá sem að hélt að við værum ennþá með Thincrust pizzur, læstum við hurðinni kl ca. hálf átta. Allt í kringum okkur var í óreiðu og staðurinn hafði ekki verið þrifinn almennilega í marga mánuði, en við settumst bara niður og spjölluðum í smá stund. Síðan rifum við eitt skilti af vegnum hver og stálum, slökktum ljósin, læstum hurðinni og keyrðum í burtu. Það var skrýtin stund að skutla þeim öllum heim, ekki vitandi hvenær eða hvort maður myndi sjá þá aftur. En hey, þetta er nú einu sinni Ísland, og svo gæti verið að við förum í LC útilegu núna í sumar. En svo veit maður aldrei, kannski opnar staðurinn bara aftur á mánudaginn á einhvern undraverðan hátt. Annað eins hefur nú gerst þar á bæ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2007 | 00:59
Vinna og ýmis menningaratburðir
Síðastliðna viku hef ég verið á Róló að taka til, gera fínt, að hreinsa kattaskítinn úr sandkassanum og svo dreifa auglýsingum. Það er góð stemning í hópnum þar, allir þeir sömu og voru síðasta sumar, og svo nokkrir nýir. Á föstudaginn opnaði svo, og það kom eitt barn. Það var góð tilfinning að ýta rólunum þarna aftur.
Síðan síðast hef ég sótt ýmsa menningarviðburði. Á sunnudagskvöldið fyrir viku fór ég á tónleikana með Uriah Heep og Deep Purple. Það var blendin tilfinning sem fylgdi því að standa þarna í ásamt nokkur þúsund manns í nokkra tíma í tilheyrandi þungu lofti. Þarna voru hljómsveitir sem voru upp á sitt besta fyrir 30 - 40 árum, og höfðu bara nokkra meðlimi eftir síðan þeir höfðu verið frægastir. Þetta var það samt alveg þess virði þegar böndin tóku sín frægustu lög. Ég get allavega sagst hafa séð þessi bönd á sviði!
Nú eru bjartir dagar í Hafnarfirði og ég er búinn að sjá ýmislegt sniðugt þar. Kíkti um helgina á þjóðahátíð í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Það var gaman að sjá, og greinilegt var að mikið líf var á svæðinu. Svo lá leið mín á gamla bókasafnið á tónleika hjá MR sveitinni <3 Svanhvít. Þeir voru ekki alveg jafn fjölmennir og hjá Deep Purple, en engu að síður frábær skemmtun. Síðan endaði ég laugardagskvöldið á Limbó, sýningu Leikfélags Hafnarfjarðar. Hún var mjög vel gerð og skemmtileg og vel 1500 krónanna virði.
Síðan síðast hef ég sótt ýmsa menningarviðburði. Á sunnudagskvöldið fyrir viku fór ég á tónleikana með Uriah Heep og Deep Purple. Það var blendin tilfinning sem fylgdi því að standa þarna í ásamt nokkur þúsund manns í nokkra tíma í tilheyrandi þungu lofti. Þarna voru hljómsveitir sem voru upp á sitt besta fyrir 30 - 40 árum, og höfðu bara nokkra meðlimi eftir síðan þeir höfðu verið frægastir. Þetta var það samt alveg þess virði þegar böndin tóku sín frægustu lög. Ég get allavega sagst hafa séð þessi bönd á sviði!
Nú eru bjartir dagar í Hafnarfirði og ég er búinn að sjá ýmislegt sniðugt þar. Kíkti um helgina á þjóðahátíð í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Það var gaman að sjá, og greinilegt var að mikið líf var á svæðinu. Svo lá leið mín á gamla bókasafnið á tónleika hjá MR sveitinni <3 Svanhvít. Þeir voru ekki alveg jafn fjölmennir og hjá Deep Purple, en engu að síður frábær skemmtun. Síðan endaði ég laugardagskvöldið á Limbó, sýningu Leikfélags Hafnarfjarðar. Hún var mjög vel gerð og skemmtileg og vel 1500 krónanna virði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
33 dagar til jóla
Af mbl.is
Innlent
- Börn hafi engan rétt á leikskólakennslu
- Allt bílaplanið komið undir hraun
- Bændur fái einn milljarð í styrk
- Botnlaus græðgi fjármálakerfisins á sér engin takmörk
- Hluti bílastæðis undir hraun: Ómögulegt að meta tjón
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið komið inn á bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
Íþróttir
- Tveggja leikja bann fyrir illkvittna aðgerð
- Fyrirliðinn meiddur í annað sinn á tímabilinu
- Alfreð Finnbogason: Takk fyrir allt
- Leikur ekki meira á keppnistímabilinu
- Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir HM
- 18 ára samstarfi lokið
- Annaðhvort að hætta að drekka eða að deyja
- Þurfti sturtu eftir hörkuleik
- Úr Árbænum í Garðabæinn
- Eyjamenn kærðu framkvæmdina á Ásvöllum