Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
7.11.2007 | 21:42
Akureyri
Lagðist ég í ferðamennsku og er búinn að vera norður í Eyjafirði tvær helgar í röð. Í vetrarfríinu fór ég ásamt fjölskyldu minni í afar lögulegan bústað frá 8 áratugnum í Fnjóskadal. Þar var fallegt landslag og gaman að vera, sérstaklega í milda veðrinu sem við fengum. Við fórum í gönguferðir og höfðum það svo rólegt á kvöldin. Eyddum einnig nokkrum tíma á Akureyri, lentum í afmælisboði hjá lítilli frænku okkar fyrir tilviljun. Borðuðum á Bautanum, fengum okkur Brynju-ís og löbbuðum aðeins í bænum. Rólegheit.
Helgina eftir var haldið í öllu fjörmeiri ferð með Nemendafélagi Flensborgarskólans, menningarferðina 2007. Vangaveltur höfðu verið uppi um hvort að þetta yrði í síðasta skipti sem farið yrði í slíka ferð, stjórnendur skólans ekki par hrifnir af því sem hún stendur fyrir. Á síðustu stundu leit líka út fyrir að ferðin yrði ekki farinn vegna þess að of margir höfðu hætt við sökum anna eða fjárhagsvandræða. En skipuleggjendum tókst á föstudagsmorgun að fá nógu marga í til að koma með, og var haldið af stað eftir hádegi. Eftir nokkurn akstur var á föstudagskvöldið farið beint úr rútunni á hrekkjavökuball á Sjallanum. Daginn eftir var svo vaknað alltof snemma og lýðurinn dreginn á flugsafnið. Svo fórum við í allsvakalega danskennslu, í jólahúsið, í sund og héngum á milli í herbergjum okkar á Hótel Norðurlandi. Við fengum pizzuveislu frá Bautanum með heilum 2 gerðum að pizzu ásamt kokteilsósu um kvöldið, og í kjölfarið af henni átti hópurinn svo góða kvöld- og næturstund við ýmis menningarstarfsemi.
Morguninn eftir (meira svona eftir hádegið) héldum við svo á stað í bæinn aftur í okkar langferðabíl. Eftir að kvikmyndasýning dagsins var búin, og við vorum komin í bæinn var okkur svo tilkynnt að við hefðum verið til algjörrar fyrirmyndar, og staðið okkur svo vel að ferðin verði farinn aftur á næsta ári. Húrra fyrir því.
En menntunin sjálf hefur örlítið gleymst í öllum látunum, það eru 4 eða 5 vikur eftir af skólanum og ætla ég að byrja að einbeita mér 100% að honum. Jæja, best að tékka hvað er í sjónvarpinu...
Helgina eftir var haldið í öllu fjörmeiri ferð með Nemendafélagi Flensborgarskólans, menningarferðina 2007. Vangaveltur höfðu verið uppi um hvort að þetta yrði í síðasta skipti sem farið yrði í slíka ferð, stjórnendur skólans ekki par hrifnir af því sem hún stendur fyrir. Á síðustu stundu leit líka út fyrir að ferðin yrði ekki farinn vegna þess að of margir höfðu hætt við sökum anna eða fjárhagsvandræða. En skipuleggjendum tókst á föstudagsmorgun að fá nógu marga í til að koma með, og var haldið af stað eftir hádegi. Eftir nokkurn akstur var á föstudagskvöldið farið beint úr rútunni á hrekkjavökuball á Sjallanum. Daginn eftir var svo vaknað alltof snemma og lýðurinn dreginn á flugsafnið. Svo fórum við í allsvakalega danskennslu, í jólahúsið, í sund og héngum á milli í herbergjum okkar á Hótel Norðurlandi. Við fengum pizzuveislu frá Bautanum með heilum 2 gerðum að pizzu ásamt kokteilsósu um kvöldið, og í kjölfarið af henni átti hópurinn svo góða kvöld- og næturstund við ýmis menningarstarfsemi.
Morguninn eftir (meira svona eftir hádegið) héldum við svo á stað í bæinn aftur í okkar langferðabíl. Eftir að kvikmyndasýning dagsins var búin, og við vorum komin í bæinn var okkur svo tilkynnt að við hefðum verið til algjörrar fyrirmyndar, og staðið okkur svo vel að ferðin verði farinn aftur á næsta ári. Húrra fyrir því.
En menntunin sjálf hefur örlítið gleymst í öllum látunum, það eru 4 eða 5 vikur eftir af skólanum og ætla ég að byrja að einbeita mér 100% að honum. Jæja, best að tékka hvað er í sjónvarpinu...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar