Leita í fréttum mbl.is

Indlandsferð

Við erum að fara til Indlands í næsta mánuði. Langþráður draumur er að verða að veruleika. Þessu höfum við unnið að í 3 ár (að vísu lagt mismikið á okkur þessi ár) og nú er það komið á hreint. Ég, Lilja, Hildur og Árni munum halda af stað þann 18 október, sem er samkvæmt nýjustu útreikningum eftir 24 daga. Mér finnst óralangt síðan við mættum vikulega á fundi í Háteigskirkju í nafni hjálparstarfs kirkjunnar, borðuðum nammi og ræddum væntanlega ferð á milli þess að horfa á bíómyndir og spjalla um hluti sem tengdust efninu mismikið. Svo kom Árni inn í dæmið, við ákváðum að verða Changemaker. Allt púður fór í það meðan ferðin sat í bakbrennaranum. Fólk kvarnaðist úr ferðahópnum, og eftir stöndum við fjögur.

Við fljúgum til Chennai sem er í Tamil nadu fylki. Hún er fjórða stærsta þéttbýlissvæði á Indlandi, og er staðsett sunnarlega á austurströnd Indlands við Bengalflóa. Þetta svæði kom mjög illa út úr Tsunami árið 2004. Þar í nágrenninu, í Kancipuram héraði, starfa samtökin Social Action Movement, sem hjálparstarf kirkjunnar er í samstarfi við. Þau einbeita sér að því að frelsa þrælabörn úr ánauð, og koma í veg fyrir að fleiri verði til. Þau starfrækja skóla fyrir börnin og halda einnig forvarnarnámskeið fyrir foreldrana. Við munum heimsækja þessi samtök skoða aðbúnað þeirra, og jafnvel reyna að hjálpa eitthvað til. Við verðum þarna í 2 vikur. Ég er farinn að sjá hvað það er allt of stuttur tími. http://www.socialactionmovement.com/

Hluta af tímanum munum við svo eyða í nágrenni Vijayawada, sem er borg í Andrah Pradesh fylki, um 700 km. norðar en Chennai. Borgin er við bakka árinnar Khrisna. Þar nálægt hefur UCCI, eða Sameinaða indverska kirkjan aðstöðu sína. Hún rekur þarna barnaskóla og lítið sjúkrahús og hefur verið í samstarfi við hjálparstarf kirkjunnar. Sjá meira um þessa staði á síðu hjálparstarfsins: http://www.help.is/?verkefni/indland 

Við erum búin að undirbúa okkur talsvert. Tókum að okkur garðverk í vor, og ýmis hjáverk fyrir hjálparstarf kirkjunnar og fleiri. Erum búin að fara í sprautur og svona. Það er þó margt ógert. Eigum eftir að ráðfæra okkur frekar við aðra Indlandsfara, innheimta eitthvað af peningunum sem við unnum okkur inn, fá vegabréfsáritun, staðfesta áætlun okkar með þeim úti, og ýmislegt fleira. Svo eru litlu atriðin, byrja að pakka og gíra okkur upp saman. Við höfum samt verið að því ansi lengi.  Undanfarið hef ég verið að grúska á netinu og kynna mér aðeins þessa staði sem við heimsækjum. Ég mun örugglega skrifa meira um það áður en við förum út.

 indland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Valdimarsson
Þorsteinn Valdimarsson
Hafnfirðingur, heimspekinemi, breytönd, kvikmyndanörd og nörd svona almennt séð
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

258 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.