Leita í fréttum mbl.is

LOK

Kominn tími á að rjúfa þögn sumarsins. Það er haust, skólinn er byrjaður enn á ný, og ég hef mína (vonandi) síðustu önn í Flensborg. Það var eitt planað fyrir hana: afslöppun. Ég er að taka áfanga eins og afþreyingarbókmenntir, auglýsingasálfræði, matreiðslu og fornaldarsögu. Engan af þessum áföngum “þarf” ég til þess að útskrifast. Tók þá áhugans vegna. Að vísu er ég líka í Spænsku sem mun krefjast nokkurar einbeitingar. En þá er þetta líka komið. Hélt ég. 

Það kemur í ljós að til þess að útskrifast þarf að ljúka litlum áfanga er nefnist LOK 171. Þangað mæti ég einu sinni í viku ásamt hinum 60 sem stefna á útskrift jólin 2008. -Ekkert mál. Þessi ágæti tími er á Miðvikudögum kl. 15:20. Nú er það ekkert verri tími en hver annar fyrir flesta, en ég væri annars búinn í skólanum kl 11:30 þennan dag. Ég varð því strax örlítið pirraður út í þennan tíma. -En allt í góðu. Í fyrsta tíma voru markmið áfangans útskýrð; 
1. að skipuleggja og hrista saman hóp fyrir Dimmisjón,
2. að undirbúa nemendur fyrir lífið eftir framhaldsskólann.

-Ok. Síðan hlustuðu 55 manns á svona 5 manns tala um ekki neitt í klukkutíma þangað til það hringdi út. Nokkrir tímar hafa verið síðan þá, og þar var það sama var uppi á teningnum.

Er þetta virkilega nauðsynlegt? Það sem hingað til hefur komið fram í tímunum er að Dimmisjónin verði svaka stuð og fyllerí, og að við þurfum að byrja sem fyrst að safna sem mestum pening fyrir því. Síðan hafa verið fullt af kosningum, í hinar og þessar nefndir tengdar framkvæmdinni, um hvaða búninga við verðum í og hvernig fjáröflun er best að stunda. Gott og vel. Þeir sem hafa áhuga á svona skipulagningu og finnst þetta nógu merkilegt tilefni til að eyða tíma sínum og orku í, gjöriði svo vel. Hinir ættu að fá að leiða þetta hjá sér, sinna sínum skyldum, þrífa matsalinn nokkrum sinnum en ekkert meira en það. En þá er sett upp sérstök regla; ef þú missir af meira en 2 tímum af LOK, þá færð þú ekki að dimmitera, og ekki að útskrifast ef ég skildi þetta rétt. Ha? Hvað á þessi mætingafasismi að fyrirstilla? Tilgangslausasti tími annarinnar, sennilega tilgangslausasti áfangi sem ég hef nokkurntíman verið í, og útskriftin veltur á mætingu í hann? Það er margt skrýtið í kýrhausnum...

En svona er lífið bara. Maður verður að gera sér þetta að góðu. Mæta með kodda og sitja aftast. Kannski koma einhverjar áhugaverðar kynningar frá skólum inn á milli. Taka svo bara þátt í fjáröflunum og láta eins og maður hafi gaman að þessu. Dimmisjónin verður allavega svaka stuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Valdimarsson
Þorsteinn Valdimarsson
Hafnfirðingur, heimspekinemi, breytönd, kvikmyndanörd og nörd svona almennt séð
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.