Leita í fréttum mbl.is

Jæja

Nú er önnin hálfnuð og við fengum miðannamatið í dag. Ég var með G í öllu nema íþróttum og Lífeðlisfræði. Í þeim var ég með Ó. Ástæðan fyrir lágu einkuninni í íþróttum er einföld, ég er með 50% mætingu. Þetta er í fyrsta tíma á miðvikudögum, og oft (t.d. í dag) fæ ég mig ekki til að rífa mig upp úr hlýrri sænginni og fara að halupa og gera magaæfingar með einhvern kennara beljandi skipanir útí loftið. Ætli ég byrji samt ekki að mæta í meira en annan hvern tíma núna, og nái þessu. Annars skiptir það mig litlu máli þó að ég falli í leikfimi, þá þarf ég bara að taka hana aftur. Og hvað gerist ef ég næ leikfimi? - þá þarf ég að taka hana aftur. Það er samt fínt að ná uppá þessa einu einingu...

Lífeðlisfræðinni hef ég meiri áhyggjur af. Þetta er áfangi sem ég verð að taka ætli ég að útskrifast á náttúrufræðibraut, og ég hef litla löngun til að sitja hann aftur. Ástæðan fyrir slöku gengi þar er ekki leiðinlegur kennari og erfið próf eins og maður vill svo oft trúa, heldur leti í sínu hreinasta formi. Ég þarf bara að fara að lesa og glósa þessa blessuðu námsbók betur, og þá kemur þetta. Vonandi.

Af skemmtilegri málefnum að segja fór ég á tónleikana með Ensími og Bloc Party í Flensborg núna á föstudaginn. Ég hafði haft smá áhyggjur af því hvernig stemningin yrði þarna inni, þar sem salan á miðum hafði af einhverjum fáránlegum ástæðum ekki gengið nógu vel, og lengi leit út fyrir að salurinn yrði ekki einu sinni fullur. Áhyggjur mínar reyndust óþarfar, ég skemmti mér konunglega. Þegar Ensími var að spila var salurinn reyndar frekar hikandi einhvernvegin, en þegar Bloc Party steig á svið varð allt vitlaust. Sú staðreynd að ekki einn einasti maður í húsinu var ölvaður skipti engu máli, maður tróðst og hoppaði eins og maður ætti lífið að leysa þrátt fyrir það. Hér er myndband af þeim frá glastonbury hátíðinni í júní síðastliðnum. Þó að það væru aðeins færri tónleikagestir í Hamarssal, sver ég að stemningin var engu minni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Valdimarsson
Þorsteinn Valdimarsson
Hafnfirðingur, heimspekinemi, breytönd, kvikmyndanörd og nörd svona almennt séð
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband