17.9.2007 | 14:34
Myspace
Ég veit ekki alveg hvað gerðist, en ég var að fá mér myspace. Já, allt í einu núna eitthvað. Myspace er síða sem leifir notendum að skiptast á skilaboðum, spila tónlist, myndbönd, sýna myndir, blogga, stofna hópa, og margt fleira. Ég hef aldrei skilið til hvers þetta er. Myspace var stofnað í ágúst 2003 af fyrirtækinu eUniverse. Fyrstu notendurnir voru starfsmenn fyrirtækisins, og þeir héldu keppnir sín á milli um hver gæti fengið flesta nýja notendur. Óhætt er að segja að síðan hafi slegið í gegn, hún var keypt ásamt móðurfyrirtæki sínu af fjölmiðlamógúlnum Rupert Murdoch í júlí 2005 fyrir 580 milljónir bandaríkjadala. Myspace hefur haldið áfram að vaxa gríðarlega, telur yfir 200 milljón notendur og er 6. vinsælasta síðan á netinu (hvernig sem það er nú mælt). Og það var semsagt á þessum tímapunkti, þegar allir sem ég þekki eru búnir að eiga svona síðu í nokkur ár, að ég ákvað að gera svona síðu. Ég fatta ekki ennþá alveg til hvers hún er, en ég mun vonandi komast að því. http://www.myspace.com/steinivalda
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.