Leita í fréttum mbl.is

Ber

Nú er sumrinu að ljúka og haustið gegnið í garð, eins og ég hef talað um í undanförnum færslum. Eitt sem fylgir alltaf haustinu hér á Íslandi og víðar, er uppskera berja. Þegar við vorum á Vestfjörðunum um síðustu mánaðarmót tókum við eftir því að þar var alveg ógnótt af bláberjum og aðalbláberjum. Við tíndum auðvitað eins og við gátum, bæði beint upp í munninn og í skál til að borða um kvöldið. Skrýtið hvernig ber virðast vera fyrr á ferðinni þar.

Síðan við komum heim hafa svo öll berin í garðinum þroskast, rifsber sólber og stikilsber. Við tínum talsvert af þeim öllum, afi notar þau svo í sultugerðartilraunir ásamt rabarbara. Síðasta föstudagseftirmiðdag fór ég svo með afa upp í lönguhlíðar í berjamó. Þar tíndum við talsvert af bláberjum en minna af aðalbláberjum, sem afi segir að hafi verið mun meira af þarna í “gamla daga”. Ég finn nú lítinn mun á þeim, en afa finnst aðalbláberin mun betri. Hann telur þetta vera afleiðingu hlýnandi veðurfars, Aðalbláberjalyngið þurfi helst að hafa snjó yfir sér á veturna, en bláberjalyngið þoli snjóleysi betur. Þess vegna séu venjulegu bláberin að vinna á. Svona hafa nú gróðurhúsaáhrifin margþætt áhrif!

Svo er ég að lesa það núna í fréttablaðinu að bláber hafi verið skilgreind “ofurfæða”, einstaklega rík af andoxunarefnum, næringu og heilsubætandi efnum. Þau eru semsagt með hollari fæðutegundum sem finnast. Ég ætla að fá mér eina skál núna. Það er samt spurning hvort að sykurinn og rjóminn jafni þetta ekki út...



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Valdimarsson
Þorsteinn Valdimarsson
Hafnfirðingur, heimspekinemi, breytönd, kvikmyndanörd og nörd svona almennt séð
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.