8.5.2007 | 02:09
Heilsusamlegur Mánudagur - Langdreginn Köngulóarkarl
Mánudagur. Ég byrjaði daginn á skál af hafragraut, og fór svo beint í alveg hreint frábært stærðfræðipróf, sem snerist um markgildi, könnun falla, afleiður og ýmis aðra skemmtilega hluti. Við skulum sjá til hvernig útkoman úr því verður, sjálfur er ég alls ekki viss. Til að hressa mig svo aðeins við fór ég beint í líkamsrækt og sund niðrí suðurbæjarlaug. Afar hressandi. Svo notaði ég mitt vikugamla ökupróf, til að fara í bíltúr, og kíkti á Andra félaga minn í leiðinni. Eftir miðdegi fór ég svo í hjólatúr með Pabba og Olgeiri litla bróður. Það var einnig mjög hressandi. Í matinn var svo sopinn lax, afar bragðgóður. Sló þó ekki við nýveidda silungnum hans Olgeirs sem við átum í gær.
----------
Um kvöldið brá ég mér inn í kvikmyndahús Smáralindar og sá hina nýútkomnu mynd um Köngulóarkarlinn. Ég var aldrei sérstaklega hrifinn af þessum myndum, og þessi var engin undantekning. Manni fannst eins og öll vandamál þessarar myndar hefðu getað verið leyst ef persónurnar hefðu sest niður í 5 mínútur og spjallað saman án þess að vera bara með klisjukennt væl. Í staðin tóku þær yfirleitt upp á því að reyna að drepa hvor aðra með allskyns bellibrögðum, en sættust svo í endan, þegar búið var að leggja hálfa Nýju Jórvík í rúst. Því fannst mér myndin oft langdregin á köflum, sama hvort var í flottu bardögunum, sem maður skildi aldrei alveg af hverju var verið að há, eða í innhaldslitlum samræðunum. Boðskapur myndarinnar var svo sem ágætur, maður hefur alltaf val, og getur gert góða hluti ef maður vill það. En þegar maður sá svo Spidermann sveifla sér stoltur framhjá Ameríska fánanum varð þetta allt hálf dúbíus aftur...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.