4.5.2007 | 14:11
Stjörnufræði, og það að breyta heiminum.
Í morgun fór ég í stjörnufræðipróf, og ég held að það sé óhætt að segja að það hafi gengið mjög vel. Ég mundi reyndar ekkert hvað Van-Allen beltið hét, en það var ein af mjög fáum villum! Eftir á brá ég mér í sund, og synti 500 metra! Það var ekkert smá hressandi, ég býst við því að gera meira af þessu í sumar. Ég fer sáttur inn í helgina með niðurstöðu vikunnar, en við taka þó engin fagnaðarlæti, ...stærðfræði próf er framundan. Og ég get fullyrt að mér mun ekki ganga eins vel í því. Ég býst nú ekki við því að falla, en það er allavega ljóst að ég þarf að bæta upp fyrir áhugaleysið á önninni, og læra eins og vitleysingur nú um helgina.
Við í Breytöndunum áttum mjög góðan netfund nú í gærkvöldi, og ætlum að fara að gera eitthvað að viti! Breytendur er lítill hópur framhaldskólanema (að mestu leyti) með frekar langa sögu, en allt of stutta ferilskrá. Við erum nú að vinna í því að koma norsku samtökunum Changemaker almennilega á koppinn hér á landi. Changemaker eru hugsuð sem samtök ungs fólks sem vill hafa rödd, án þess að ganga í stjórnmálaflokk. Þau eru undir verndarvæng hjálparstarfs kirkjunnar í Noregi, en eru þó óháð því að flestu leiti. Skoðanir meðlima Changemaker þurfa ekki að passa skoðunum Kirkjunnar. Engin skylda er gerð um trú þeirra er í samtökin ganga, og starfið er ekki á trúarlegum forsendum. Frekar siðferðislegum. Aðal markmið samtakanna er neflinlega að útrýma fátækt úr heiminum, og berjast fyrir málum sem annars fá ekki nóga athygli. Við Breytendurnar höfum verið að baxa í þessu í nokkurn tíma, verið með staka kynningu á fairtrade vörum hér og þar, en aldrei komið nógu miklu í verk. Nú í sumar eftir prófin á hinsvegar að setja á fullt, og við erum með ýmislegt í burðarliðnum. Við getum breytt heiminum! Ég fer víst að vinna í því ásamt fleirum að koma upp heimasíðu strax eftir prófin! Bara þrjú eftir...
Við í Breytöndunum áttum mjög góðan netfund nú í gærkvöldi, og ætlum að fara að gera eitthvað að viti! Breytendur er lítill hópur framhaldskólanema (að mestu leyti) með frekar langa sögu, en allt of stutta ferilskrá. Við erum nú að vinna í því að koma norsku samtökunum Changemaker almennilega á koppinn hér á landi. Changemaker eru hugsuð sem samtök ungs fólks sem vill hafa rödd, án þess að ganga í stjórnmálaflokk. Þau eru undir verndarvæng hjálparstarfs kirkjunnar í Noregi, en eru þó óháð því að flestu leiti. Skoðanir meðlima Changemaker þurfa ekki að passa skoðunum Kirkjunnar. Engin skylda er gerð um trú þeirra er í samtökin ganga, og starfið er ekki á trúarlegum forsendum. Frekar siðferðislegum. Aðal markmið samtakanna er neflinlega að útrýma fátækt úr heiminum, og berjast fyrir málum sem annars fá ekki nóga athygli. Við Breytendurnar höfum verið að baxa í þessu í nokkurn tíma, verið með staka kynningu á fairtrade vörum hér og þar, en aldrei komið nógu miklu í verk. Nú í sumar eftir prófin á hinsvegar að setja á fullt, og við erum með ýmislegt í burðarliðnum. Við getum breytt heiminum! Ég fer víst að vinna í því ásamt fleirum að koma upp heimasíðu strax eftir prófin! Bara þrjú eftir...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.