Leita í fréttum mbl.is

Af allskyns prófum

Það hefur ýmislegt gerst síðan í síðustu færslu. Á mánudagsmorgun klukkan 06:40 hringdi vekjaraklukkan, þrátt fyrir að enginn skóli væri þann dag. Það var sérstaklega erfitt að vakna, en taka verður tillit til þess að ég hafði brugðið mér í kvikmyndahús kvöldið áður, og ekki komið heim fyrr en eftir miðnætti. Ég henti mér í sturtu, og fékk mér morgunkorn. Tímanlega klukkan 07:30 stoppaði svartur Benz fyrir utan húsið mitt, ég stökk út, settist í bílstjórasætið og keyrði af stað. Það vottaði fyrir örlitlu stressi í huganum, og það sást á aksturslaginu. Ég var að fara í verklegt ökupróf. Nú þið þurfið ekki að spurja að þvi, ég náði. Fékk reyndar alveg 7 mínusa fyrir að keyra of hægt, en þetta slapp allt saman. Það hlaut líka að gera það, ég er búinn að vera í æfingaakstri í yfir ár. Flestum finnst ekki lengur fyndið hvað ég er búinn að vera lengi að þessu, en ég er nokkuð sáttur sjálfur. Ég náði þó allavega markmiðinu, að fá bílprófið 17 ára.Smile

Þetta var reyndar ekkert besti tíminn til að taka svona próf. Þegar maður er nýkominn með leyfið til að fara út í bíltúr, er mjög erfitt að loka sig inni hjá skólabókunum. Þess vegna var ég ekki nógu vel lesinn fyrir íslenskuprófið sem ég tók í morgun. Það gekk samt betur en ég þorði að vona, enda hef ég fylgst vel með í bókmenntasögunni yfir önnina. Framundan er svo stjörnufræðipróf á föstudag, og nú ætla ég mér að hemja mig í bíltúrunum, og reyna að læra almennilega undir það. Enda held ég að Mamma sé orðin svolítið þreytt á því að lána mér skódann sinn. Blush En ætli ég renni nú ekki til Stebba bróður á eftir og sjái Manchester United – AC Milan.Wink



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með bílprófið... kominn tími til

Svo er bara að fá Sigga til að byrja og þá á það ekki að vera neitt mál að fá hópinn til að hittast!

Sjáumst!

Hildur Breytönd (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 13:56

2 Smámynd: Þorsteinn Valdimarsson

já takk :)

hehe, það verður nú sennilega smá mál að fá Sigga með, en fyrir utan það ætti þetta að vera lítið mál

Þorsteinn Valdimarsson, 4.5.2007 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Valdimarsson
Þorsteinn Valdimarsson
Hafnfirðingur, heimspekinemi, breytönd, kvikmyndanörd og nörd svona almennt séð
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

33 dagar til jóla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband